Tuesday, December 30, 2008

Gleðilegt ár og vertu blessað 2008

Kvót ársins 2008 (sem hafa ekki verið síendurtekin aftur og aftur)

1. "Heildareignir bankanna voru í árslok um 12.000 milljarðar króna sem er um tíföld landsframleiðslan. Eignir bankanna eru um 20 sinnum meiri en það sem íslenska ríkið veltir.
Þessar tölur sýna vel styrkleika íslenska bankakerfisins." - Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður viðskiptanefndar Alþingis, 26. febrúar í aðsendri grein í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni: Góðar undirstöður í fjármálalífinu. Innskot mitt: Þessar tölur sýna öðru fremur helsta veikleika kerfisins, það er að eignir bankanna, byggðar á skuldum, hafi verið meira en tíföld landsframleiðsla í minnsta mynthagkerfi heimsins. Athugið að þetta er formaður viðskiptanefndar Alþingis sem svona mat stöðuna á þessum tíma. Þetta var vísbending um að það sem var framundan seinna á árinu hjá vanhæfasta löggjafarvaldi í vestrænu ríki í heiminum.

2. "Skammtímaskuldir bankanna hafa á fáum árum vaxið hagkerfinu yfir höfuð og nema nú um fimmtánföldum gjaldeyrisforða Seðlabankans. Seðlabankinn hefur engin ráð til að koma krónunni til bjargar." Fréttablaðið 27. mars. Þorsteinn Gylfason hagfræðiprófessor í pistli. Innskot mitt: Þetta reyndist rétt hjá Þorsteini. En af því að valdhyggjuhjörðin í Sjálfstæðisflokknum hatar hann, þá var ekki hlustað á hann frekar en fyrri daginn.

Óvæntasta uppgvötun ársins 2008

Það var þegar ég gerði mér grein fyrir því að bestu tilþrif sem ég hef séð hjá knattspyrnumanni, voru vel falin á Youtube (hvar annars staðar). Maradona skorar gegn AC Milan (spóla fram á 4 mín. og 19 sek. Reyndar er þetta eitt besta myndskeiðið á Youtube.) Besta varnarlína heims á þessum tíma, öftustu fjórir hjá AC Milan, áttu ekki breik í ótrúlegasta töts sem ég hef séð hjá leikmanni. Drepur niður langan háan bolta með Tassotti á hælunum, leikur á markmanninn og skorar. Allt í tveimur snertingum. Geggjað. Endurkoma hans í boltann, sem þjálfari Argentínu, var að mínu mati skemmtilegasta frétt ársins 2008. Er fan. Fyrsti leikur Maradona fyrir Argentínu árið 1979 var rifjaður upp í breskum fjölmiðlum fyrir endurkomu hans í boltann, þegar hann stýrði Argentínu í fyrsta skipti í landsleik gegn Skotum. Alan Hansen sagði Maradona langbesta leikmann allra tíma.