Sunday, April 19, 2009

Bókabúð ríkisins, Paulson og börn

Ég kom við í bókabúð ríkisins, Eymundsson í Austurstæti, fyrir páska og keypti eintak af Forbes frá 30. mars. Dótturfyrirtæki íslenska ríkisins, Nýja Kaupþing, rekur búðina. Þar var meðal annars fjallað um hvað ríkustu menn heims hafa grætt og tapað í kreppunni. Flestir hafa tapað miklu. En nokkrir hafa grætt. John Paulson, forsprakki vogunarsjóðsins Paulson and co., hefur grætt um 3 milljarða dollara á kreppunni. Hann sjortaði bandarískan húsnæðismarkað og græddi ævintýralega. Það sama gerði hann árið 2007 en hann var þá launahæsti forstjóri í Bandaríkjunum. Þá græddi sjóðurinn 3,7 milljarða dollara.

Í Forbes-ritinu var leiðari þar sem skattahækkanir Obama voru harmaðar. Skrifin voru afar grunnhyggin og vitlaus, svo ekki sé meira sagt. Leiðarinn endaði á orðunum. And children will die, far away. Þetta átti að undirstrika að skattahækkanirnar myndu að lokum drepa börn í fátækustu ríkjum heims. Ég veit ekki hvað þessi leiðarahöfundur myndi segja ef hann kæmist að því að íslenska ríkið væri nú að stuðla að bættum hag Forbes í bullandi samkeppni við einkareknar bókaverslanir. Líklega myndi hann brjálast, en samt sleppa þessu með börnin.

2 comments:

Sindri said...

Eru þetta bandarískar billjónir? ...þeas sinnum 10 í níunda veldi?

- mh said...

Þetta eru milljarðar dollara, núna, eftir að ég breytti því:) kv MH