Tuesday, August 25, 2009
Þáttastjórnandinn Björn Bjarnason
Ég tók mig til í gær og horfði á fyrsta þátt Björns Bjarnasonar á ÍNN, frá 19.ágúst, þar sem hann spjallaði við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Björn er skínandi góður spyrill og mér finnst þetta hlutverk henta honum vel. Einhver kann að hafa fundið fyrir því að Björn hafi verið óskaplega hrifinn af verkum Hönnu Birnu, og ekki haldið hlutleysi sínu þannig sem pólitískur samherji, en það truflaði mig ekkert. Hver hefur sinn stíl í þessu. Þetta var yfirvegað og upplýsandi viðtal. Vonandi tekur Björn smá áhættu í þessum þáttum í framtíðinni og fær til sín pólitíska andstæðinga, og spyr þá spjörunum úr. Það gæti orðið athyglisvert.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment