
Tuesday, March 31, 2009
Tipping point

Monday, March 30, 2009
Legend

Friday, March 27, 2009
Of gott til að vera satt
Jæja, þetta með Vedder og Borgarfjörð eystri reyndist rugl. Páll Óskar og Þursaflokkurinn verða aðalnúmerin. Þetta var auðvitað of gott til að vera satt.
Wednesday, March 25, 2009
Móment í Borgarfirði eystri
Ég hef verið að heyra orðróm þess efnis undanfarna mánuði að einhver sé að reyna fá Eddie Vedder til þess að halda tónleika í Borgarfirði eystri í sumar. Þá með sóló-efnið sitt fyrst og fremst. Vonandi er það rétt þó ég leyfi mér að efast um það. Það væri til að mynda stórkostlegt að sjá þetta lag live. Óskiljanlegt að það hafi ekki ratað á soundtrack plötuna úr hinni stórgóðu kvikmynd Dead Man Walking með meistara Sean Penn, í ljósi þess að lagið var samið fyrir myndina.
Hver veit nema að það verði til viðlíka móment og þetta hér, ef Vedder kemur í Borgarfjörðinn.
Hver veit nema að það verði til viðlíka móment og þetta hér, ef Vedder kemur í Borgarfjörðinn.
Saturday, March 21, 2009
Extra góður
Thursday, March 19, 2009
"Margt hefur breyst"
Eins og alltaf þegar og ævintýraleg offjárfesting á fasteignamarkaði er gagnrýnd, grípa einhverjir til varna. Í fréttatilkynningu frá félaga meistara-iðnnema í Hafnarfirði segir meðal annars: "Mánudaginn 16. mars birtist grein í Mbl. þar sem stuðst var við talningu Ara Skúlasonar sem er frá mánaðamótum júní/júlí 2008. MIH telur alveg fráleitt að svo gömul talning stýri umræðunni um stöðu íbúðamarkaðarins. Margt hefur breyst á þeim tæplega níu mánuðum sem liðnir eru." Þetta er alveg rétt hjá MIH. Þessar tölur stýra ekki umræðunni, og gerðu það alls ekki í Morgunblaðinu. En þær eru nákvæmasta rannsókn sem gerð hefur verið á markaðnum, og til þess að varpa ljósi á hvernig staðan var áður en mestu efnahagshremmingar Íslandssögunnar gengu yfir, eru þær góð heimild. Það sem hefur í megindráttum gerst í millitíðinni er 1. að bankakerfi landsins, sem var tíu sinnum stærra en landsframleiðsla, hrundi í heild sinni á einni viku. 2. Lánsfjármarkaðir lokuðust og 3. gjaldmiðillinn, krónan, hætti að vera markaðsvara og er aðeins varin algjöru hruni með gjaldeyrishöftum. Þessu hefur fylgt nánast fordæmalaus breyting á atvinnumarkaði til hins verra og almenn óvissa um rekstur fyrirtækja. Hvort að þetta er breyting til batnaðar eða til hins verra verður hver og einn að meta. Og ef það er mat einhvers, að um þessa alvarlegu stöðu - sem augljóslega er á fasteignamarkaði - megi ekki tala þá verður sá að eiga það við sjálfan sig. Ég held að flestir séu sammála um að tími alltof lítillar gagnrýni á offjárfestingar á Íslandi - meðal annars á fasteignamarkaði - sé liðinn. Ég er að minnsta kosti á því að hann sé það.
Saturday, March 14, 2009
Óhugnanleg og falleg í senn

Porter þessi þræddi sjúkrahús með myndinni í leit að foreldrum barnsins. Hann hafði þá þegar selt myndina til Associated Press, sem síðan varð til þess að ritstjórnir dagblaða í Bandaríkjunum - og um allan heim - notuðu hana á forsíðu. Barnið reyndist vera Baylee Almon, dóttir einstæðrar móður, Aren Almon. Hún taldi sig þekkja dóttur sína af forsíðu The Washington Post. Hún hafði samband við ritstjórn blaðsins. Spurði hver hefði tekið myndina, og hvert hefði verið farið með Baylee. Ritstjórnin aðstoðaði konuna við að fá upplýsingar. Baylee lést skömmu áður en hún komst undir læknishendur. Þær fréttir fékk Aren frá ritstjóra The Washington Post.
Þetta var í annað skipti í sögu Pulitzer-verðlaunanna sem amatör ljósmyndari fékk verðlaunin. Það hafði áður gerst 1974. Með spontant mynd af vettvangi mannráns í LA.
Heimild: Bókin Moments. Frábær blaðamennskubók um nákvæmar sögur að baki myndum sem hafa verið verðlaunaðar og birst á forsíðum út um allan heim. Þá er einnig farið yfir debate-in sem áttu sér stað á ritstjórnum blaða vegna þeirra.
Friday, March 13, 2009
Thursday, March 12, 2009
Vonandi
Rannsóknarnefnd Alþingis ætlar að kanna tengsl eigenda fjölmiðla við starfsmenn fjölmiðlafyrirtækja. Þar á meðal blaðamenn, og sérstaklega hvort þeir kunni að hafa fengið einhverja fjárhagslega fyrirgreiðslu frá eigendunum. Það er gott að rannsóknarnefndin rannsaki þetta. Það er nauðsynlegt. Ég held að það hafi tekist vel upp með það hvernig rannsóknarnefndin er mönnuð.
Vonandi mun nefndin einnig skoða tengsl Ríkisútvarpsins við þá stjórnmálaflokka sem stýrðu landinu á síðustu árum - Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn þá helst. Ef það kemur í ljós að RÚV hafi ekki notið algers sjálfstæðis þegar kemur að mannaráðningum, t.d. þegar var verið að ráða fólk til þess að segja fréttir, þá er það auðvitað áfall og nauðsynlegt að búa þannig um hnútana að það gerist ekki aftur. Það er ekki lítið mál þegar ríkisútvarpið, eini fjölmiðillinn sem er skilyrðislaust í eigu almennings og því með innbyggt nánast 100 prósent traust, er misnotað pólitískt. Það hafa lengi verið uppi grunsemdir um að Sjálfstæðisflokkurinn væri með puttann í því að ráða fólk til að segja fréttir. Fyrrverandi starfsmenn RÚV hafa greint frá þessu opinberlega. Ritgerð sem Ólafur Helgi Kristinsson prófessor birti í veftímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla 2006, sýnir meðal annars að 52 prósent starfsmanna RÚV (bls. 26) voru á því að ekki væri vandað til ráðninga og ekki "fyllstu hlutlægni gætt". Ólafur Helgi segir í ritgerðinni að svo virðist sem stjórnmálamenn álíti það mikilvægt að vera með "pólitískt tangarhald" á RÚV. Það þarf að komast til botns í þessu. Nú er lag.
Vonandi mun nefndin einnig skoða tengsl Ríkisútvarpsins við þá stjórnmálaflokka sem stýrðu landinu á síðustu árum - Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn þá helst. Ef það kemur í ljós að RÚV hafi ekki notið algers sjálfstæðis þegar kemur að mannaráðningum, t.d. þegar var verið að ráða fólk til þess að segja fréttir, þá er það auðvitað áfall og nauðsynlegt að búa þannig um hnútana að það gerist ekki aftur. Það er ekki lítið mál þegar ríkisútvarpið, eini fjölmiðillinn sem er skilyrðislaust í eigu almennings og því með innbyggt nánast 100 prósent traust, er misnotað pólitískt. Það hafa lengi verið uppi grunsemdir um að Sjálfstæðisflokkurinn væri með puttann í því að ráða fólk til að segja fréttir. Fyrrverandi starfsmenn RÚV hafa greint frá þessu opinberlega. Ritgerð sem Ólafur Helgi Kristinsson prófessor birti í veftímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla 2006, sýnir meðal annars að 52 prósent starfsmanna RÚV (bls. 26) voru á því að ekki væri vandað til ráðninga og ekki "fyllstu hlutlægni gætt". Ólafur Helgi segir í ritgerðinni að svo virðist sem stjórnmálamenn álíti það mikilvægt að vera með "pólitískt tangarhald" á RÚV. Það þarf að komast til botns í þessu. Nú er lag.
Tuesday, March 10, 2009
Málþóf vegna deilu um málþóf
Alþingi Íslendinga logaði í gærkvöldi - og að einhverju leyti í nótt - vegna deilna um hvort stjórnarandstöðuflokkarnir stæðu fyrir málþófi eða ekki. Vinstri græn gagnrýndu menn harðlega fyrir málþóf. Það er sami flokkur og beitti því sem röksemd gegn breytingum á þingsköpum, sem Sjálfstæðisflokkur og Samfylking stóðu fyrir, að ekki væri hægt að beita málþófi með sama árangri og áður næðu breytingarnar fram að ganga.
Á meðan þessar deilur eiga sér stað heldur atvinnulífið áfram að safna fyrir næstu mánaðarmótum, þegar það þarf að borga 25 prósent vexti af lánum í því sem næst eftirspurnarlausu hagkerfi. Og þá nálgast gjalddagar á jöklabréfum óðum, á sama tíma og Sparisjóðabankinn bíður þess að verða leystur upp, eins og reyndar Icelandair, Eimskip og fleiri fyrirtæki. Þá eru bankarnir auðvitað án efnahagsreiknings. Sem er þokkalega mikilvæg forsenda þess að stýra bankastarfsemi.
Á meðan þessar deilur eiga sér stað heldur atvinnulífið áfram að safna fyrir næstu mánaðarmótum, þegar það þarf að borga 25 prósent vexti af lánum í því sem næst eftirspurnarlausu hagkerfi. Og þá nálgast gjalddagar á jöklabréfum óðum, á sama tíma og Sparisjóðabankinn bíður þess að verða leystur upp, eins og reyndar Icelandair, Eimskip og fleiri fyrirtæki. Þá eru bankarnir auðvitað án efnahagsreiknings. Sem er þokkalega mikilvæg forsenda þess að stýra bankastarfsemi.
Monday, March 9, 2009
Nokkur atriði um afleiðuviðskipti
Rannveig Rist segir að umræðan - og gagnrýnin - um raforkusölu hins opinbera til álvera - í skjóli skattaafslátta - hafi verið drifin áfram á trúnni á því að hér gæti ekki skapast atvinnuleysi, verðbólga og skuldasöfnun hins opinbera. Ég held að þetta sé að hluta til rétt hjá Rannveigu. Það er hins vegar áhyggjuefni að ekki hafi verið hægt að ræða raforkusöluna á vitrænum grunni öðruvísi en að vera stimplaður Vinstri grænn, Framsóknar- eða Sjálfstæðismaður. Ástæðurnar fyrir því eru einkum tvær. 1. Skortur á upplýsingum sem skipta höfuðmáli þegar framlegðin er til umfjöllunar. 2. Öfgakennd viðbrögð álfyrirtækja, Samtaka iðnaðarins, Landsvirkjunar, og Samorku í næstum hvert einasta skipti sem það birtist gagnrýnin umfjöllun um þessi mál.
------ Áhyggjuefnin eru nokkur.
Skattgreiðendur bera ábyrgð á raforkusölunni sem í reynd eru afleiðuviðskipti. Þessi viðskipti eru að vissu leyti í uppnámi vegna heimskreppunnar. Áliðnaðurinn í heiminum er hruninn og heimsmarkaðsverðið, sem stýrir framlegð raforkusölunnar, hefur tekið fordæmalausa dýfu niður á við. Um 70 prósent á sjö mánuðum. Þá er talið að offramboð á áli í heiminum sé á þriðja milljón tonn, sem nemur allri framleiðslu hér á landi í meira en fimm ár. Í fréttaskýringu í The Economist fyrir skemmstu var því haldið fram að stærstu álfyrirtæki heims, Alcoa og Rio Tinto, sem bæði eru með starfsemi hér, væru að grípa til hagræðingaraðgerða sem væru svo umfangsmiklar að ekki væri hægt að líta á þær öðruvísi en sem neyðaraðgerðir til að bjarga félögunum.
Orkusalan frá Kárahnjúkavirkjun var - svo dæmi sé tekið - talin geta skilað 11,9 prósent arðsemi eigin fjár miðað við að heimsmarkaðsverð á áli væri um 1.550 dollarar á tonnið að meðaltali. Lögin um hana voru samþykkt á þeim grunni. Það var reyndar miðað við að kostnaður við virkjunina væri 96 milljarðar. Kostnaðurinn er þó töluvert hærri en áætlað var, meðal annars vegna miklu meiri kostnaðar við að bora göng. Umframkostnaðurinn nemur tugum milljarða. Þá er ekki ljóst enn hversu mikið Landsvirkjun skattgreiðenda þarf að borga eigendum vatnsréttinda á Kárahnjúkum mikið fyrir þau. Um það var ekki samið fyrir fram. Sem er séríslenskt og ætti að meðhöndla sem afglöp hjá stjórn Landsvirkjunar. Opinber rannsókn væri viðeigandi. Að lágmarki mun Landsvirkjun þurfa að greiða vel á annan milljarð, sem skattgreiðendur ábyrgjast.
Það er mér gjörsamlega hulið, hvers vegna hörðustu hægri menn landsins berjast oft með kjafti og klóm gegn því að það sé rætt á eðlilegum forsendum hvort þessi afleiðuviðskipti á ábyrgð skattgreiðenda séu skynsamleg eða ekki. Vinstri mönnum hættir síðan til að tala ekki um það sem máli skiptir.
Eitt er þó óumdeilt. Þessi afleiðuviðskipti eru bæði áhættusöm, og fara fram á samkeppnismarkaði skv. lögum. Með öðrum orðum; þá er ekki nauðsynlegt að skattgreiðendur taki á sig áhættuna af afleiðuviðskiptunum heldur gætu einkarekin fyrirtæki gert það gegn auðlindaleigu. En pólitísk umræða um auðlindanýtingu er ekki komið þangað enn. Hún liggur í skotgröfunum. Fyrir vikið þurfa íslenskir skattgreiðendur ekki aðeins að hafa áhyggjur af almennri niðursveiflu, heldur einnig af sértækum vandamálum sem The collapse of manufacturing - svo vitnað sé í forsíðufyrirsögn The Economist - getur haft á auðlindanýtingu.
Þá hef ég áhyggjur af einu enn. Og þá helst vegna þess að um það er ekkert talað. Stærstu lánveitendur Landsvirkjunar hafa að undanförnu verið þjóðnýttir, eða bjargað með öðrum hætti af skattgreiðendum annarra ríkja. Meðal þeirra eru Citigroup, Barclays og Sumitomo. Á svipstundu hefur áhættan á lánum þessara banka verið færð á herðar skattgreiðenda í Bretlandi, Bandaríkjunum og Japan. Póltíkusar í þessum löndum standa því frammi fyrir spurningum sem í besta falli eru óþægilegar fyrir okkur. Þær eru: 1. Getum við lagt áhættuna af afleiðuviðskiptunum á Íslandi, sem tengd eru áliðnaðinum, á herðar skattgreiðenda? 2. Getum við gert það, í ljósi þess að íslenskir skattgreiðendur - sem nú eru með þeim fátækustu í hinum vestræna heimi - eiga fyrirtækið sem stendur í þessum viðskiptum?
Þessar spurningar eru ekki síst óþægilegar, þegar horft er til þess að eigendur Landsvirkjunar hafa aldrei lagt fyrirtækinu til eigið fé. Heldur hefur það fjármagnað sig að fullu með erlendum lántökum. Aðgangur að þeim er enginn. Allra síst fyrir íslenska skattgreiðendur. En meira um það síðar.
------ Áhyggjuefnin eru nokkur.
Skattgreiðendur bera ábyrgð á raforkusölunni sem í reynd eru afleiðuviðskipti. Þessi viðskipti eru að vissu leyti í uppnámi vegna heimskreppunnar. Áliðnaðurinn í heiminum er hruninn og heimsmarkaðsverðið, sem stýrir framlegð raforkusölunnar, hefur tekið fordæmalausa dýfu niður á við. Um 70 prósent á sjö mánuðum. Þá er talið að offramboð á áli í heiminum sé á þriðja milljón tonn, sem nemur allri framleiðslu hér á landi í meira en fimm ár. Í fréttaskýringu í The Economist fyrir skemmstu var því haldið fram að stærstu álfyrirtæki heims, Alcoa og Rio Tinto, sem bæði eru með starfsemi hér, væru að grípa til hagræðingaraðgerða sem væru svo umfangsmiklar að ekki væri hægt að líta á þær öðruvísi en sem neyðaraðgerðir til að bjarga félögunum.
Orkusalan frá Kárahnjúkavirkjun var - svo dæmi sé tekið - talin geta skilað 11,9 prósent arðsemi eigin fjár miðað við að heimsmarkaðsverð á áli væri um 1.550 dollarar á tonnið að meðaltali. Lögin um hana voru samþykkt á þeim grunni. Það var reyndar miðað við að kostnaður við virkjunina væri 96 milljarðar. Kostnaðurinn er þó töluvert hærri en áætlað var, meðal annars vegna miklu meiri kostnaðar við að bora göng. Umframkostnaðurinn nemur tugum milljarða. Þá er ekki ljóst enn hversu mikið Landsvirkjun skattgreiðenda þarf að borga eigendum vatnsréttinda á Kárahnjúkum mikið fyrir þau. Um það var ekki samið fyrir fram. Sem er séríslenskt og ætti að meðhöndla sem afglöp hjá stjórn Landsvirkjunar. Opinber rannsókn væri viðeigandi. Að lágmarki mun Landsvirkjun þurfa að greiða vel á annan milljarð, sem skattgreiðendur ábyrgjast.
Það er mér gjörsamlega hulið, hvers vegna hörðustu hægri menn landsins berjast oft með kjafti og klóm gegn því að það sé rætt á eðlilegum forsendum hvort þessi afleiðuviðskipti á ábyrgð skattgreiðenda séu skynsamleg eða ekki. Vinstri mönnum hættir síðan til að tala ekki um það sem máli skiptir.
Eitt er þó óumdeilt. Þessi afleiðuviðskipti eru bæði áhættusöm, og fara fram á samkeppnismarkaði skv. lögum. Með öðrum orðum; þá er ekki nauðsynlegt að skattgreiðendur taki á sig áhættuna af afleiðuviðskiptunum heldur gætu einkarekin fyrirtæki gert það gegn auðlindaleigu. En pólitísk umræða um auðlindanýtingu er ekki komið þangað enn. Hún liggur í skotgröfunum. Fyrir vikið þurfa íslenskir skattgreiðendur ekki aðeins að hafa áhyggjur af almennri niðursveiflu, heldur einnig af sértækum vandamálum sem The collapse of manufacturing - svo vitnað sé í forsíðufyrirsögn The Economist - getur haft á auðlindanýtingu.
Þá hef ég áhyggjur af einu enn. Og þá helst vegna þess að um það er ekkert talað. Stærstu lánveitendur Landsvirkjunar hafa að undanförnu verið þjóðnýttir, eða bjargað með öðrum hætti af skattgreiðendum annarra ríkja. Meðal þeirra eru Citigroup, Barclays og Sumitomo. Á svipstundu hefur áhættan á lánum þessara banka verið færð á herðar skattgreiðenda í Bretlandi, Bandaríkjunum og Japan. Póltíkusar í þessum löndum standa því frammi fyrir spurningum sem í besta falli eru óþægilegar fyrir okkur. Þær eru: 1. Getum við lagt áhættuna af afleiðuviðskiptunum á Íslandi, sem tengd eru áliðnaðinum, á herðar skattgreiðenda? 2. Getum við gert það, í ljósi þess að íslenskir skattgreiðendur - sem nú eru með þeim fátækustu í hinum vestræna heimi - eiga fyrirtækið sem stendur í þessum viðskiptum?
Þessar spurningar eru ekki síst óþægilegar, þegar horft er til þess að eigendur Landsvirkjunar hafa aldrei lagt fyrirtækinu til eigið fé. Heldur hefur það fjármagnað sig að fullu með erlendum lántökum. Aðgangur að þeim er enginn. Allra síst fyrir íslenska skattgreiðendur. En meira um það síðar.
Friday, March 6, 2009
Thursday, March 5, 2009
Tvö augljósustu lögbrotin í bankahruninu virðast vera...
...
1. Færsla á 30 milljörðum króna frá almenningshlutafélaginu Bakkavör til Kaupþings rétt fyrir hrun bankanna. Lýður Guðmundsson, annar Bakkabræðra, hefur beinlínis upplýst um að hann hafi beitt sér fyrir því að millifærslan hefði átt sér stað í ljósi þess að hann átti hagsmuna að gæta í Kaupþingi. Markaðsmisnotkun 101.
2. Kaup fjárfestingafélagsins Giftar á bréfum í Kaupþingi fyrir á annan tug milljarða, sem lánað var fyrir að öllu leyti með veðum í bréfunum sjálfum, í desember 2007. Bréfin voru áður í eigu Gnúps sem varð gjaldþrota í desember 2007. Inn í lánasamningi Kaupþings og Giftar, vegna kaupanna á bréfunum í Kaupþingi, var ákvæði um að Kaupþing ætti lokaorðið um alla eignaumsýslu Giftar sem í fælust umsvif sem væru yfir 15 prósent af heildareignasafni félagsins. Heildareignasafnið var um 50 milljarðar á þessum tíma. Bréf í Exista, Landsbankanum, Straumi og fleiri félögunum voru þannig óbeint í höndunum á Kaupþingi sem réðu því hvort þau "mætti" selja eða ekki. Markaðsmisnotkun 103.
1. Færsla á 30 milljörðum króna frá almenningshlutafélaginu Bakkavör til Kaupþings rétt fyrir hrun bankanna. Lýður Guðmundsson, annar Bakkabræðra, hefur beinlínis upplýst um að hann hafi beitt sér fyrir því að millifærslan hefði átt sér stað í ljósi þess að hann átti hagsmuna að gæta í Kaupþingi. Markaðsmisnotkun 101.
2. Kaup fjárfestingafélagsins Giftar á bréfum í Kaupþingi fyrir á annan tug milljarða, sem lánað var fyrir að öllu leyti með veðum í bréfunum sjálfum, í desember 2007. Bréfin voru áður í eigu Gnúps sem varð gjaldþrota í desember 2007. Inn í lánasamningi Kaupþings og Giftar, vegna kaupanna á bréfunum í Kaupþingi, var ákvæði um að Kaupþing ætti lokaorðið um alla eignaumsýslu Giftar sem í fælust umsvif sem væru yfir 15 prósent af heildareignasafni félagsins. Heildareignasafnið var um 50 milljarðar á þessum tíma. Bréf í Exista, Landsbankanum, Straumi og fleiri félögunum voru þannig óbeint í höndunum á Kaupþingi sem réðu því hvort þau "mætti" selja eða ekki. Markaðsmisnotkun 103.
Monday, March 2, 2009
Topp tíu: Kreppan endurvekur

1. Sveitaböllin. - Sé fyrir mér þéttsetna Ýdali. Helgi Björns. "Mér finnst rigningin góð..."
2. Þungarokkið. - Kreppan fær menn til að hlusta á skilyrðislaust þungarokk. Sepultura kemur upp í hugann.
3. Landsbyggðina. - Höfuðborgarsvæðisbólan er náttúrulega sprungin. Um að gera að fara út á land, sem lengst og oftast. Þar er landsframleiðsla á mann miklu meiri en hér. Það er til dæmis ekkert sérstaklega mikil landsframleiðsla í Úlfarsárdal.
4. Landsmótin, með öllu tilheyrandi. - Keppt í pönnukökubakstri og þrautum á Traktor. Kreppa í því.
5. Ungmennafélögin. - Allir krakkar æfa frjálsar. Ég ætla ekki að útskýra af hverju það er kreppa í því. Þetta er meira svona huglægt mat hjá mér.
6. Fjöruhlaup. - Engin yfirbyggð knattspyrnuhús. Bara fjaran, hvernig sem viðrar.
7. Pajero og Patrol. - Einu sinni voru þetta flottustu jepparnir. Vaxtamunarviðskiptin færðu okkur mörg hundruð Range Rover-a, og Audi jeppa og BMW-jeppa.
8. Gildi þess að standa á sveitajörðum, óháð því hvað þær kostuðu þegar Jóhannes í Fons keypti þær. - Verðmæti sveitajarða má helst ekki berast í tal aftur. Sumt verður ekki metið til fjár.
9. Rútuferðir milli landshluta. - Frábær skemmtun. Staðarskáli er Ísland, og það allt. Örnefni og hvar er maðurinn. Jafnvel Sjálfstætt fólk og Góði dátinn Sveijk.
10. Skiptimarkaðir. - Notuð gasgrill, skíði og skór. Allir á markaðina. Habitat er í sölumeðferð. Sem er ellefta orðið á listanum.
Sunday, March 1, 2009
Skotheld klósettferð og White Russian
Árshátíðarræður forstjóra eru yfirleitt skotheld ástæða fyrir því að fara á klósettið. Stoppa jafnvel töluvert lengi. Þetta er þó ekki algilt. Einar Sigurðsson, fráfarandi forstjóri Árvakurs, náði að sanna það í gær. Ekki nóg með að ræðan hafi verið fín. Á meðan hann fór yfir árangur síðustu mánaða, og bjarta tíma framundan (þið vitið, same shit - different day), þá blandaði hann tuttugu lítra af White Russian. Fram að þessu hef ég alltaf tengt White Russian við The Dude í Big Lebowski. Núna breytist það. Eftirleiðis mun Einar dúkka upp þegar White Russian berst í tal.
Subscribe to:
Posts (Atom)