Thursday, March 5, 2009

Tvö augljósustu lögbrotin í bankahruninu virðast vera...

...
1. Færsla á 30 milljörðum króna frá almenningshlutafélaginu Bakkavör til Kaupþings rétt fyrir hrun bankanna. Lýður Guðmundsson, annar Bakkabræðra, hefur beinlínis upplýst um að hann hafi beitt sér fyrir því að millifærslan hefði átt sér stað í ljósi þess að hann átti hagsmuna að gæta í Kaupþingi. Markaðsmisnotkun 101.
2. Kaup fjárfestingafélagsins Giftar á bréfum í Kaupþingi fyrir á annan tug milljarða, sem lánað var fyrir að öllu leyti með veðum í bréfunum sjálfum, í desember 2007. Bréfin voru áður í eigu Gnúps sem varð gjaldþrota í desember 2007. Inn í lánasamningi Kaupþings og Giftar, vegna kaupanna á bréfunum í Kaupþingi, var ákvæði um að Kaupþing ætti lokaorðið um alla eignaumsýslu Giftar sem í fælust umsvif sem væru yfir 15 prósent af heildareignasafni félagsins. Heildareignasafnið var um 50 milljarðar á þessum tíma. Bréf í Exista, Landsbankanum, Straumi og fleiri félögunum voru þannig óbeint í höndunum á Kaupþingi sem réðu því hvort þau "mætti" selja eða ekki. Markaðsmisnotkun 103.

No comments: