Tuesday, March 31, 2009

Tipping point

Robert Wade, prófessor í hagfræði, sagði í fyrirlestri hér á landi í byrjun árs að íslensk stjórnvöld yrðu að hafa hraðar hendur og koma sínum mál í skjól, áður en heimskreppan dýpkaði enn meira. Hann nefndi síðan að annað "tipping point" í kreppunni, svipað og varð við fall Lehman Brothers 15. september í fyrra, yrði á bilinu mars til maí. Af fréttaskýringum í The New York Times að dæma þá virðist sem þessi spádómur Wade sé nærri lagi. Bílaiðnaðurinn, sem hefur hangið í lausu lofti síðan í fyrra, fær nú mikinn skell. Þvingaðar sameiningar eru framundan og uppsagnir á hundruðum þúsunda starfsmanna. Afleidd áhrif á ýmsan iðnað, sem bílaframleiðsla nærist á, verða óhjákvæmilega gríðarlega mikil.

No comments: