Sunday, March 1, 2009

Skotheld klósettferð og White Russian

Árshátíðarræður forstjóra eru yfirleitt skotheld ástæða fyrir því að fara á klósettið. Stoppa jafnvel töluvert lengi. Þetta er þó ekki algilt. Einar Sigurðsson, fráfarandi forstjóri Árvakurs, náði að sanna það í gær. Ekki nóg með að ræðan hafi verið fín. Á meðan hann fór yfir árangur síðustu mánaða, og bjarta tíma framundan (þið vitið, same shit - different day), þá blandaði hann tuttugu lítra af White Russian. Fram að þessu hef ég alltaf tengt White Russian við The Dude í Big Lebowski. Núna breytist það. Eftirleiðis mun Einar dúkka upp þegar White Russian berst í tal.

No comments: