
Ólíkt flestum öðrum íslenskum bloggurum, ætla ég ekki að fjalla um Bjarna Ben eða Dag B. eftir helgina, heldur Matthew Le Tissier. Youtube geymir vel hversu fáranlega góður maðurinn var í fótbolta. Reyndar húðlatur og seinn, en með töts dauðans og síðan er hann besta skytta í sögu enska boltans. Held að það sé nokkurn veginn óumdeilt. Eiginlega öll mörkin í
þessu myndabandi eru once in a lifetime. Svo er hann auðvitað enn meira legend en margir aðrir, fyrir að spila alltaf með skítaliði Southampton og fórna þannig alvöru landsliðsmöguleikum. Neitaði stórliðum á færibandi eftir hvert tímabil. Og hélt síðan áfram að troða boltanum án tilhlaups í skeytin langt utan að velli. Alltaf í bullandi botnbaráttu með local-klúbbnum. Respect.
No comments:
Post a Comment