Monday, March 30, 2009

Legend

Ólíkt flestum öðrum íslenskum bloggurum, ætla ég ekki að fjalla um Bjarna Ben eða Dag B. eftir helgina, heldur Matthew Le Tissier. Youtube geymir vel hversu fáranlega góður maðurinn var í fótbolta. Reyndar húðlatur og seinn, en með töts dauðans og síðan er hann besta skytta í sögu enska boltans. Held að það sé nokkurn veginn óumdeilt. Eiginlega öll mörkin í þessu myndabandi eru once in a lifetime. Svo er hann auðvitað enn meira legend en margir aðrir, fyrir að spila alltaf með skítaliði Southampton og fórna þannig alvöru landsliðsmöguleikum. Neitaði stórliðum á færibandi eftir hvert tímabil. Og hélt síðan áfram að troða boltanum án tilhlaups í skeytin langt utan að velli. Alltaf í bullandi botnbaráttu með local-klúbbnum. Respect.

No comments: