Thursday, April 30, 2009
Meira að segja ekki vændi og dóp
Ég talaði við stjórnanda stórfyrirtækis hér á landi um daginn, þegar ég var að vinna grein um áhrif hárra stýrivaxta á rekstur fyrirtækja í því árferði sem nú ríkti. Hann sagði að aðeins tvær atvinnugreinar gætu þolað 15,5 prósent stýrivexti. Það væru vændi og fíkniefnasala. En í ljósi harðra aðgerða lögreglu gegn fíkniefnasölum að undanförnu, og lagasetningu gegn kaupum á vændi, þá væri ekkert eftir. Þessir háu vextir munu að lokum drepa alla atvinnuvegi, og þvinga okkar flottustu fyrirtæki úr landi.
Wednesday, April 29, 2009
Ég, Thurman, Hitler og Bateman

Ég, Uma Thurman, Michelle Pfeiffer, Daniel Day-Lewis, Jerry Seinfeld og hinn geðþekki írski miðvörður Kevin Moran (!) (Man. Utd. 1978-1988) höldum þennan dag hátíðlegan. As always. Þá koma aðstandendur Alfred Hitchcock eflaust saman í dag og minnast þess að hann dó um leið og ég kom í heiminn (Minnir mig á það, að í einhverjum af mörgum fylleríisgönguferðum úr miðbænum og heim á stúdentagarða í den, barst það í tal hversu gaman væri að sparka gæsum út í Reykjavíkurtjörn. Eins og rúgbý bolta. Koma þeim á óvart, þið vitið. Boom! KVAAAKK! Birds.) Ég hins vegar efast um að einhverjir muni gera sér þann dagamun að minnast 64 ára brúðkaupsafmælis Evu Braun og Adolfs Hitlers.
Ég fór í hádeginu á hádegishlaðborð Vox með konunni. Át fuglakjöt ýmis konar - mest af gæs -, sætar kartöflur, góð salöt, lax og steikta sveppi með lauk og sósu, og einhverju meira gumsi. Svo eitthvað meinhollt kökuhlaðborð eftir ár. Æfingin frá því í morgun fór fyrir lítið, þó ég hafi reyndar étið hóflega þrátt fyrir tegundamagnið. Tók eftir því þegar ég fór út að það var þriggja metra Húsavíkingur - ef kokkahatturinn er meðtalinn - að elda. Bjarni Jakobsson heitir hann. Það hlaut að vera, hugsaði ég. Bulletproof ástæða fyrir góðum mat. Matarbúrið fyrir norðan.
Díalógur dagsins er úr American Psycho, og tengist mat:
Patrick Bateman: I'm on a diet. Jean: What, you're kidding, right? You look great... so fit... and thin. Patrick Bateman: Well, you can always be thinner... look better. Jean: Then maybe we shouldn't go out to dinner. I wouldn't want you to lose your willpower. Patrick Bateman: That's okay. I'm not very good at controlling it anyway.
Tuesday, April 28, 2009
Verðfall á fasteignum
Frá því í lok árs 2007 hef ég skrifað fjöldann allan af greinum um hætturnar á fasteignamarkaði hér á landi. Fyrst í opnugrein í FBL, undir fyrirsögninni; Ballið búið, og einnig opnugrein síðastliðið vor í 24 stundir undir fyrirsögninni; Óveðurský í augsýn. Þá settu við Raxi saman greinaflokk fyrir Morgunblaðið fyrr á þessu ári, um eftirstöðvar fasteignabólunnar, ástæður hennar og afleiðingar.
Í öllum tilvikum stóð ekki á því að fasteignasalar höfðu samband og kvörtuðu yfir því að þetta væri neikvætt fyrir markaðinn. Einnig hringdu verktakar og kvörtuðu yfir of mikilli neikvæðni. Rangt stöðumat þeirra á fasteignamarkaðnum hér er ein af ástæðum fyrir mestu eignabólu sem myndast hefur nokkru sinni í heiminum.
Fasteignamarkaðurinn er grunnurinn af vandamálum í heiminum. Eignabruninn á rætur þar. Nytimes.com gerir frábærlega grein fyrir stöðunni í USA á vef sínum. Þar hefur verið gríðarlegt verðfall á skömmum tíma. Leiða má af því líkum, að það geti orðið meira hér.
Í öllum tilvikum stóð ekki á því að fasteignasalar höfðu samband og kvörtuðu yfir því að þetta væri neikvætt fyrir markaðinn. Einnig hringdu verktakar og kvörtuðu yfir of mikilli neikvæðni. Rangt stöðumat þeirra á fasteignamarkaðnum hér er ein af ástæðum fyrir mestu eignabólu sem myndast hefur nokkru sinni í heiminum.
Fasteignamarkaðurinn er grunnurinn af vandamálum í heiminum. Eignabruninn á rætur þar. Nytimes.com gerir frábærlega grein fyrir stöðunni í USA á vef sínum. Þar hefur verið gríðarlegt verðfall á skömmum tíma. Leiða má af því líkum, að það geti orðið meira hér.
Tuesday, April 21, 2009
Viðbjóður í Kambódíu
Í kvöld var maður minntur á hversu léttvæg vandamál er tengjast efnahagsþrengingum geta verið í samanburði við aðra hluti í útlöndum. Heimildarmyndin Börn til sölu, sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu, var Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur blaðamanni og myndatökumanninum sem var með henni til mikils sóma. Og RÚV einnig. Þessi mynd verður eflaust seld til alþjóðlegra sjónvarpsstöðva, ef það verður reynt. Hún er að minnsta kosti þess virði.
Kambódía er ein katastroffa, frá a til ö, eins og myndin sýnir. Ég hafði heyrt af þessu með mansals-viðbjóðinn í landinu, sem myndin fjallaði um, frá félaga mínum sem hafði farið til landsins sem bakpokaferðalangur. Veruleikinn slær mann hins vegar hálfpartinn útaf laginu. Það eina sem er hægt að segja um þetta barnavændi og þennan stórfellda mansalsiðnað sem fær að viðgangast í landinu, er að þetta er djöfulsins viðbjóður. Sameinuðu þjóðirnar virðast þurfa að taka landið yfir til þess að koma í veg fyrir a.m.k. hluta þeirra mörg hundruð þúsund mannréttindabrota gagnvart börnum sem framin eru þarna á hverju ári.
Kambódía er ein katastroffa, frá a til ö, eins og myndin sýnir. Ég hafði heyrt af þessu með mansals-viðbjóðinn í landinu, sem myndin fjallaði um, frá félaga mínum sem hafði farið til landsins sem bakpokaferðalangur. Veruleikinn slær mann hins vegar hálfpartinn útaf laginu. Það eina sem er hægt að segja um þetta barnavændi og þennan stórfellda mansalsiðnað sem fær að viðgangast í landinu, er að þetta er djöfulsins viðbjóður. Sameinuðu þjóðirnar virðast þurfa að taka landið yfir til þess að koma í veg fyrir a.m.k. hluta þeirra mörg hundruð þúsund mannréttindabrota gagnvart börnum sem framin eru þarna á hverju ári.
Moll fyrir starfsmenn í kreppunni

Sunday, April 19, 2009
Bókabúð ríkisins, Paulson og börn
Ég kom við í bókabúð ríkisins, Eymundsson í Austurstæti, fyrir páska og keypti eintak af Forbes frá 30. mars. Dótturfyrirtæki íslenska ríkisins, Nýja Kaupþing, rekur búðina. Þar var meðal annars fjallað um hvað ríkustu menn heims hafa grætt og tapað í kreppunni. Flestir hafa tapað miklu. En nokkrir hafa grætt. John Paulson, forsprakki vogunarsjóðsins Paulson and co., hefur grætt um 3 milljarða dollara á kreppunni. Hann sjortaði bandarískan húsnæðismarkað og græddi ævintýralega. Það sama gerði hann árið 2007 en hann var þá launahæsti forstjóri í Bandaríkjunum. Þá græddi sjóðurinn 3,7 milljarða dollara.
Í Forbes-ritinu var leiðari þar sem skattahækkanir Obama voru harmaðar. Skrifin voru afar grunnhyggin og vitlaus, svo ekki sé meira sagt. Leiðarinn endaði á orðunum. And children will die, far away. Þetta átti að undirstrika að skattahækkanirnar myndu að lokum drepa börn í fátækustu ríkjum heims. Ég veit ekki hvað þessi leiðarahöfundur myndi segja ef hann kæmist að því að íslenska ríkið væri nú að stuðla að bættum hag Forbes í bullandi samkeppni við einkareknar bókaverslanir. Líklega myndi hann brjálast, en samt sleppa þessu með börnin.
Í Forbes-ritinu var leiðari þar sem skattahækkanir Obama voru harmaðar. Skrifin voru afar grunnhyggin og vitlaus, svo ekki sé meira sagt. Leiðarinn endaði á orðunum. And children will die, far away. Þetta átti að undirstrika að skattahækkanirnar myndu að lokum drepa börn í fátækustu ríkjum heims. Ég veit ekki hvað þessi leiðarahöfundur myndi segja ef hann kæmist að því að íslenska ríkið væri nú að stuðla að bættum hag Forbes í bullandi samkeppni við einkareknar bókaverslanir. Líklega myndi hann brjálast, en samt sleppa þessu með börnin.
Friday, April 17, 2009
Konur eru líka menn
Þessi frásögn nytimes.com er merkileg. Hrikalegur glæpur. Í vægast sagt sæmilegri einfeldni er hægt að segja að morðinginn hafi komist að því að konur geti líkað verið menn. Og brjálast síðan.
Tuesday, April 14, 2009
Fasteignaverðið undirstaðan
Það var ágætt viðtal hjá Jay Leno við John McCain á dögunum, sem sýnt var á Skjá einum í kvöld. Þar spurði Leno út í efnahagsvandann og hvort hann treysti Obama til þess að leysa hann. McCain sagði: "Ég geri það, og ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að hann geri það. Þó ég sé ósammála honum um margt." Þetta var heiðarleg nálgun hjá McCain og auðvitað rétt við þær aðstæður sem eru í landinu. Hann veit, að þverpólitísk samheldni er það eina sem getur hjálpað Bandaríkjamönnum út úr vandanum. Íslenskir stjórnmálamenn mættu hafa það bak við eyrað nú þegar gjaldmiðillinn er ekki lengur markaðsvara og 80 prósent fyrirtækja í landinu eru með neikvætt eigið fé, það er tæknilega gjaldþrota.
Greiningin hjá McCain var líka skörp. Hann sagði augljóst að efnahagur Bandaríkjanna, og heimsins, muni ekki batna fyrr en stöðugleiki einkennir fasteignamarkaði. Hann var ekki tilbúinn að spá neinu um bata en sagði augljóst að viðspyrna yrði ekki almennileg, fyrr en fasteignaverðið hætti að lækka. Þar hefðu vandamálin byrjað og þar myndu þau leysast endanlega.
Þetta þurfa menn að hafa í huga hér á landi. Fasteignamarkaðurinn er drifkrafturinn á lánamarkaði. Á meðan hann er í lamasessi eftir sprungna bólu þá verða vandamál fyrir hendi. Fasteignaverð er nú að lækka mun hraðar en spár gefa til kynna. Fimm prósent nafnverðslækkun frá febrúar til mars var gríðarlega mikil lækkun, og í sjálfu sér ágætlega falin stórfrétt. Spá Seðlabanka Íslands gerir ráð fyrir um 25 prósent lækkun að nafnvirði út næsta ár. Ég held að verðlækkunin geti orðið meiri, einkum vegna offramboðs á vissum svæðum og síðan bágri stöðu verktaka. Íbúðir munu seljast á slikk á endanum, sem mun keyra verðið niður. Þá verður sú staða uppi, að tugþúsundir fjölskyldna verða með skuldir langt umfram eignir. Þá mun ekki duga að lengja lán úr 40 í 70 ár. Það mun þurfa meira til.
Greiningin hjá McCain var líka skörp. Hann sagði augljóst að efnahagur Bandaríkjanna, og heimsins, muni ekki batna fyrr en stöðugleiki einkennir fasteignamarkaði. Hann var ekki tilbúinn að spá neinu um bata en sagði augljóst að viðspyrna yrði ekki almennileg, fyrr en fasteignaverðið hætti að lækka. Þar hefðu vandamálin byrjað og þar myndu þau leysast endanlega.
Þetta þurfa menn að hafa í huga hér á landi. Fasteignamarkaðurinn er drifkrafturinn á lánamarkaði. Á meðan hann er í lamasessi eftir sprungna bólu þá verða vandamál fyrir hendi. Fasteignaverð er nú að lækka mun hraðar en spár gefa til kynna. Fimm prósent nafnverðslækkun frá febrúar til mars var gríðarlega mikil lækkun, og í sjálfu sér ágætlega falin stórfrétt. Spá Seðlabanka Íslands gerir ráð fyrir um 25 prósent lækkun að nafnvirði út næsta ár. Ég held að verðlækkunin geti orðið meiri, einkum vegna offramboðs á vissum svæðum og síðan bágri stöðu verktaka. Íbúðir munu seljast á slikk á endanum, sem mun keyra verðið niður. Þá verður sú staða uppi, að tugþúsundir fjölskyldna verða með skuldir langt umfram eignir. Þá mun ekki duga að lengja lán úr 40 í 70 ár. Það mun þurfa meira til.
Saturday, April 11, 2009
Stjórnmál og fjölmiðlar
Ef að The Guardian myndi flytja fréttir af því að Royal Bank of Scotland, sem margir segja að hafa verið rekinn eins og vogunarsjóður - líkt og íslensku bankarnir - , hefði styrkt breska Verkamannaflokkinn um eina milljón punda, þá finnst mér líklegt að flokkurinn myndi minnka um að minnsta kosti helming og hrökklast frá völdum. Reyndar held ég að það yrði allt brjálað í Bretlandi. Og bara hvar sem er í hinum vestræna heimi, svo maður grípi nú til þeirrar algengu alhæfingar.
Fréttirnar um styrkina til Sjálfstæðisflokksins, frá FL Group og lánveitanda þess Landsbankanum, verða að skoðast í þessu ljósi. Stjórnmálamenn hafa að undanförnu sagt að fjölmiðlar hafi brugðist í bólunni sem að stjórnmálamenn bjuggu til að stóru leyti, með verstu hagstjórnarmistökum sem gerð hafa verið í vestrænu ríki. Ég held að það sé nokkuð til í því að fjölmiðlar hafi brugðist. En það er léttvægt í samanburði við að stærstu stjórnmálaflokkum landsins, ekki bara Sjálfstæðisflokknum, hafi verið haldið gangandi fjárhagslega, án þess að nokkur vissi, af bönkum og fjárfestingafélögum. Þeim sem sumir segja, meðal annars finninn sem rannsakaði orsakir bankahrunsins, að eigi 70 til 80 prósent af sökinni á því að bankakerfið í landinu hrundi á einni viku.
Fréttirnar um styrkina til Sjálfstæðisflokksins, frá FL Group og lánveitanda þess Landsbankanum, verða að skoðast í þessu ljósi. Stjórnmálamenn hafa að undanförnu sagt að fjölmiðlar hafi brugðist í bólunni sem að stjórnmálamenn bjuggu til að stóru leyti, með verstu hagstjórnarmistökum sem gerð hafa verið í vestrænu ríki. Ég held að það sé nokkuð til í því að fjölmiðlar hafi brugðist. En það er léttvægt í samanburði við að stærstu stjórnmálaflokkum landsins, ekki bara Sjálfstæðisflokknum, hafi verið haldið gangandi fjárhagslega, án þess að nokkur vissi, af bönkum og fjárfestingafélögum. Þeim sem sumir segja, meðal annars finninn sem rannsakaði orsakir bankahrunsins, að eigi 70 til 80 prósent af sökinni á því að bankakerfið í landinu hrundi á einni viku.
Cover
Píanóleikarinn Adam Monroe er nú orðinn frægur um allan heim. Hann sló í gegn á youtube með cover-um af rokklögum. Gott stuff meira og minna. Hann tekur Everlong með Foo Fighters flott, og líka Pardon Me með Incubus.
Thursday, April 9, 2009
Millivegalengdahlaupari með réttlætiskennd
Sveinn Margeirsson, hlaupari og doktor í iðnaðarverkfræði, hefur með málefnalegum hætti komið af stað umræðu um viðskipti er tengjast Byr Sparisjóði sem eru vafasöm, svo ekki sé fastar að orðið kveðið. Hluti stjórnar Byr hefur sent frá sér yfirlýsingu sem staðfestir það sem Sveinn hefur sagt, frá a-ö. Kona hans, Rakel Gylfadóttir, á mikinn heiður að þessu einnig. Ágætlega var gert grein fyrir málunum á smekkfullum fundi sem haldinn var á Grand Hóteli í gær og sagt er frá í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag. Meira að segja á forsíðu þess.
Ég hef stundum hugsað um millivegalengdahlaupara sem skrýtna menn. Menn sem fara sjálfviljugir í það keyra sig út í 800 og 1500 metra hlaupum. Eitthvað að, hef ég stundum hugsað. En Sveinn er augljóslega hnífskarpur náungi með réttlætiskennd. Það dugar kannski ekki í millivegalengdunum en stofnfjáreigendur Byr njóta nú góðs af því. Respect.
Ég hef stundum hugsað um millivegalengdahlaupara sem skrýtna menn. Menn sem fara sjálfviljugir í það keyra sig út í 800 og 1500 metra hlaupum. Eitthvað að, hef ég stundum hugsað. En Sveinn er augljóslega hnífskarpur náungi með réttlætiskennd. Það dugar kannski ekki í millivegalengdunum en stofnfjáreigendur Byr njóta nú góðs af því. Respect.
Tuesday, April 7, 2009
Oh, ohh.. what a wonderful feeling
Topp tíu, lög á fyrsta bjór þegar mikið stendur til. Ég veit að þetta er sértækt. En snilldin liggur yfirleitt þar.
1. Smile - Pearl Jam
2. Man in me - Bob Dylan
3. Phantom of the Opera - Iron Maiden
4. Slide Away - Oasis
5. Razor's Edge - ACDC
6. Warmth - Incubus
7. Alive - Pearl Jam
8. Paranoid Android - Radiohead
9. Wandering Star - Portishead
10. How I Could Just Kill a Man - Rage against the machine og Cypress Hill.
1. Smile - Pearl Jam
2. Man in me - Bob Dylan
3. Phantom of the Opera - Iron Maiden
4. Slide Away - Oasis
5. Razor's Edge - ACDC
6. Warmth - Incubus
7. Alive - Pearl Jam
8. Paranoid Android - Radiohead
9. Wandering Star - Portishead
10. How I Could Just Kill a Man - Rage against the machine og Cypress Hill.
Ekki bara Bretland
Robert Peston lýsir í dag, því sem er að gerast í smækkaðri mynd hér á landi. Bankarnir geta ekki þjónustað Bretland, segir Peston. Eitt er víst; að ríkisbankarnir, sem ekki eru með efnahagsreikning og hafa ekki hugmynd um hvernig "eignir þeirra" - sem eru samt ekki þeirra - verða verðmetnar, geta ekki þjónustað Ísland. Óskiljanlegt er að þeir séu að eyða peningum skattgreiðenda í að auglýsa hvers kyns nýjungar á meðan ekkert liggur fyrir um stöðu þeirra. Fullkomlega óskiljanlegt.
Sunday, April 5, 2009
Topparnir fljóta á tapinu
Þrátt fyrir ævintýralegt tap bandarískra stórfyrirtækja, finna topparnir í fyrirtækjunum ekki of mikið fyrir því. Þeir virðast alltaf fljóta ofan á, hvað sem rekstrinum líður. Frábær interaktív umfjöllun hjá nytimes.com gefur manni góða mynd af stöðu mála.
Saturday, April 4, 2009
Samkeppnin við ríkið
Mest upplýsandi umfjöllun um áherslumál flokkanna sem bjóða fram í kosningunum 25. apríl, hafa verið góðar fréttaskýringar Björns Jóhanns í Morgunblaðinu undanfarna daga. Þær hafa verið kjarnyrtar, ekki of langar, og vel fram settar. Í dag er fjallað um áherslur er varðar endurreisn fjármálakerfisins. Þar koma fram að mestu sjálfsagðar áherslur; auka eftirlit, tryggja dreifða eignaraðild í bönkum til framtíðar, og þess háttar. Áherslumunur er þó milli flokka, sem fróðlegt er að sjá í skýrri töflu.
Eitt sértækt atriði finnst mér að stjórnmálaflokkarnir mættu útlista betur, og við blaðamenn þá kannski spyrja meira út í. Það er, hvernig endurreisa skuli íslenskan efnahag án þess að afsláttur sé gefinn á nauðsynlegum samkeppnissjónarmiðum. Tvö dæmi koma upp í hugann.
- Það er undarlegt að fylgjast með forsvarsmönnum ríkisbanka - sem enn er ekki að starfa skv. endanlegum efnahagsreikningi og hefur ekki fengið eigið fé frá ríkinu - rífast opinberlega við forsvarsmenn einkafyrirtækis sem nú reynir að bjóða upp á valkost í einstaklingsþjónustu í samkeppni við ríkisbankanna. Nýja Kaupþing fékk þúsundir nýrra viðskiptavina með stjórnvaldsákvörðun - sem áður voru hjá SPRON -, á meðan einkafyrirtækið MP banki tók áhættu með því að kaupa vörumerkið SPRON á 800 milljónir, og reyna síðan að fá fólk til sín í viðskipti frá Nýja Kaupþingi. Þetta er virðingaverð áræðni hjá fyrirtæki sem er tilbúið leggja mikið á sig til að byggja upp íslenskt bankakerfi, innan frá.
- Það sama má segja um fjölmörg fyrirtæki sem nú starfa á grundvelli íhlutunar frá ríkinu. Þar á meðal Eimskip - sem er með 30 milljarða neikvætt eigið fé - og Icelandic Group, sem hefur verið með neikvætt eigið fé í meira en eitt ár. Ég hitti fisksala hér á Húsavík í gær sem sagði mér að fyrirtæki sem hann vinnur hjá væri í mikilli samkeppni við Icelandic Group um að koma fiski inn á erlendan markað. Icelandic Group taldi sig geta undirboðið keppinaut sinn, þrátt fyrir að vera haldið lifandi af ríkinu. Hitt fyrirtækið hafði hins vegar verið rekið skynsamlega og passað upp á að lenda ekki í skuldafeni, á meðan uppgangstímarnir á höfuðborgarsvæðinu lögðu grunninn að hruninu. Það þarf nú að glíma við fordæmalausa niðursveiflu á fiskmörkuðum á eigin forsendum, á meðan Icelandic Group virðist starfa áfram á grundvelli tilslökunar frá ríkinu. Þessi tilslökun felur í sér afslátt á samkeppnislögunum. Það gefur auga leið.
-- Á endanum mun þessi staða, valda stórfelldu tjóni fyrir íslenskt atvinnulíf. Mikilvægt er að brjóta þessa stöðu upp strax, hvar sem hún myndast.
Eitt sértækt atriði finnst mér að stjórnmálaflokkarnir mættu útlista betur, og við blaðamenn þá kannski spyrja meira út í. Það er, hvernig endurreisa skuli íslenskan efnahag án þess að afsláttur sé gefinn á nauðsynlegum samkeppnissjónarmiðum. Tvö dæmi koma upp í hugann.
- Það er undarlegt að fylgjast með forsvarsmönnum ríkisbanka - sem enn er ekki að starfa skv. endanlegum efnahagsreikningi og hefur ekki fengið eigið fé frá ríkinu - rífast opinberlega við forsvarsmenn einkafyrirtækis sem nú reynir að bjóða upp á valkost í einstaklingsþjónustu í samkeppni við ríkisbankanna. Nýja Kaupþing fékk þúsundir nýrra viðskiptavina með stjórnvaldsákvörðun - sem áður voru hjá SPRON -, á meðan einkafyrirtækið MP banki tók áhættu með því að kaupa vörumerkið SPRON á 800 milljónir, og reyna síðan að fá fólk til sín í viðskipti frá Nýja Kaupþingi. Þetta er virðingaverð áræðni hjá fyrirtæki sem er tilbúið leggja mikið á sig til að byggja upp íslenskt bankakerfi, innan frá.
- Það sama má segja um fjölmörg fyrirtæki sem nú starfa á grundvelli íhlutunar frá ríkinu. Þar á meðal Eimskip - sem er með 30 milljarða neikvætt eigið fé - og Icelandic Group, sem hefur verið með neikvætt eigið fé í meira en eitt ár. Ég hitti fisksala hér á Húsavík í gær sem sagði mér að fyrirtæki sem hann vinnur hjá væri í mikilli samkeppni við Icelandic Group um að koma fiski inn á erlendan markað. Icelandic Group taldi sig geta undirboðið keppinaut sinn, þrátt fyrir að vera haldið lifandi af ríkinu. Hitt fyrirtækið hafði hins vegar verið rekið skynsamlega og passað upp á að lenda ekki í skuldafeni, á meðan uppgangstímarnir á höfuðborgarsvæðinu lögðu grunninn að hruninu. Það þarf nú að glíma við fordæmalausa niðursveiflu á fiskmörkuðum á eigin forsendum, á meðan Icelandic Group virðist starfa áfram á grundvelli tilslökunar frá ríkinu. Þessi tilslökun felur í sér afslátt á samkeppnislögunum. Það gefur auga leið.
-- Á endanum mun þessi staða, valda stórfelldu tjóni fyrir íslenskt atvinnulíf. Mikilvægt er að brjóta þessa stöðu upp strax, hvar sem hún myndast.
Friday, April 3, 2009
Dagblaðið er bíó
Ég sé að pressan.is, sá ágæti vefmiðill, segir að vefurinn sé framtíðarmiðillinn. Í mörg ár hefur legið fyrir að möguleikar á vefnum eru nánast óendanlegir þegar kemur að fjölmiðlum. Umræðuþátturinn á mbl.is, Zetan, sýnir það ágætlega. Það er allt hægt. Grafíska snilldin á flottasta fréttavef heims, nytimes.com, sýnir svo hvernig hægt er að flétta saman ýmis form blaðamennskunnar. Myndir og texta, hreyfimyndir og grafíska framsetningu.
Mér leiðist sá háttur blaðamanna að segja dagblaðið dautt. Ef menn trúa því, þá er lítið eftir. Í fyrsta lagi er það ekki rétt og í öðru lagi ber það við álíka skammsýni, og þegar allir voru sammála um að bíóið myndi drepast vegna videó tækninnar. Annað hefur heldur betur komið í ljós. Þrátt fyrir flatskjái, dvd og hátalara kerfi. Sem meira að segja er kallað heimabíó.
Möguleikar áskriftardagblaðsins til framtíðar felast einkum í þrennu. 1. Sjarmanum af því að fletta dagblaðinu og 2. síðan að einblína á gæði, frískleika og dýpt. 3. Aðgreiningu á efnistökum vefsins og dagblaðsins.
Mér leiðist sá háttur blaðamanna að segja dagblaðið dautt. Ef menn trúa því, þá er lítið eftir. Í fyrsta lagi er það ekki rétt og í öðru lagi ber það við álíka skammsýni, og þegar allir voru sammála um að bíóið myndi drepast vegna videó tækninnar. Annað hefur heldur betur komið í ljós. Þrátt fyrir flatskjái, dvd og hátalara kerfi. Sem meira að segja er kallað heimabíó.
Möguleikar áskriftardagblaðsins til framtíðar felast einkum í þrennu. 1. Sjarmanum af því að fletta dagblaðinu og 2. síðan að einblína á gæði, frískleika og dýpt. 3. Aðgreiningu á efnistökum vefsins og dagblaðsins.
Thursday, April 2, 2009
Peston á G20
Það væri skemmtilegt verkefni að covera G20 fundinn í London. Sumir segja að þetta verði afdrifaríkasti fundur leiðtoga ríkja heims í áratugi. Robert Peston, viðskiptaritstjóri BBC, segir skemmtilega frá stemmningunni á bloggi sínu.
Subscribe to:
Posts (Atom)