Tuesday, April 21, 2009

Viðbjóður í Kambódíu

Í kvöld var maður minntur á hversu léttvæg vandamál er tengjast efnahagsþrengingum geta verið í samanburði við aðra hluti í útlöndum. Heimildarmyndin Börn til sölu, sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu, var Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur blaðamanni og myndatökumanninum sem var með henni til mikils sóma. Og RÚV einnig. Þessi mynd verður eflaust seld til alþjóðlegra sjónvarpsstöðva, ef það verður reynt. Hún er að minnsta kosti þess virði.

Kambódía er ein katastroffa, frá a til ö, eins og myndin sýnir. Ég hafði heyrt af þessu með mansals-viðbjóðinn í landinu, sem myndin fjallaði um, frá félaga mínum sem hafði farið til landsins sem bakpokaferðalangur. Veruleikinn slær mann hins vegar hálfpartinn útaf laginu. Það eina sem er hægt að segja um þetta barnavændi og þennan stórfellda mansalsiðnað sem fær að viðgangast í landinu, er að þetta er djöfulsins viðbjóður. Sameinuðu þjóðirnar virðast þurfa að taka landið yfir til þess að koma í veg fyrir a.m.k. hluta þeirra mörg hundruð þúsund mannréttindabrota gagnvart börnum sem framin eru þarna á hverju ári.

No comments: