Thursday, April 30, 2009
Meira að segja ekki vændi og dóp
Ég talaði við stjórnanda stórfyrirtækis hér á landi um daginn, þegar ég var að vinna grein um áhrif hárra stýrivaxta á rekstur fyrirtækja í því árferði sem nú ríkti. Hann sagði að aðeins tvær atvinnugreinar gætu þolað 15,5 prósent stýrivexti. Það væru vændi og fíkniefnasala. En í ljósi harðra aðgerða lögreglu gegn fíkniefnasölum að undanförnu, og lagasetningu gegn kaupum á vændi, þá væri ekkert eftir. Þessir háu vextir munu að lokum drepa alla atvinnuvegi, og þvinga okkar flottustu fyrirtæki úr landi.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment