Thursday, April 9, 2009

Millivegalengdahlaupari með réttlætiskennd

Sveinn Margeirsson, hlaupari og doktor í iðnaðarverkfræði, hefur með málefnalegum hætti komið af stað umræðu um viðskipti er tengjast Byr Sparisjóði sem eru vafasöm, svo ekki sé fastar að orðið kveðið. Hluti stjórnar Byr hefur sent frá sér yfirlýsingu sem staðfestir það sem Sveinn hefur sagt, frá a-ö. Kona hans, Rakel Gylfadóttir, á mikinn heiður að þessu einnig. Ágætlega var gert grein fyrir málunum á smekkfullum fundi sem haldinn var á Grand Hóteli í gær og sagt er frá í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag. Meira að segja á forsíðu þess.

Ég hef stundum hugsað um millivegalengdahlaupara sem skrýtna menn. Menn sem fara sjálfviljugir í það keyra sig út í 800 og 1500 metra hlaupum. Eitthvað að, hef ég stundum hugsað. En Sveinn er augljóslega hnífskarpur náungi með réttlætiskennd. Það dugar kannski ekki í millivegalengdunum en stofnfjáreigendur Byr njóta nú góðs af því. Respect.

2 comments:

Andri Valur said...

Silfuregill segir hann vera langhlaupara. Það þarf að koma þessu á hreint...

- mh said...

Hann er klárlega millivegalengdamaður:)