Tuesday, April 28, 2009

Verðfall á fasteignum

Frá því í lok árs 2007 hef ég skrifað fjöldann allan af greinum um hætturnar á fasteignamarkaði hér á landi. Fyrst í opnugrein í FBL, undir fyrirsögninni; Ballið búið, og einnig opnugrein síðastliðið vor í 24 stundir undir fyrirsögninni; Óveðurský í augsýn. Þá settu við Raxi saman greinaflokk fyrir Morgunblaðið fyrr á þessu ári, um eftirstöðvar fasteignabólunnar, ástæður hennar og afleiðingar.

Í öllum tilvikum stóð ekki á því að fasteignasalar höfðu samband og kvörtuðu yfir því að þetta væri neikvætt fyrir markaðinn. Einnig hringdu verktakar og kvörtuðu yfir of mikilli neikvæðni. Rangt stöðumat þeirra á fasteignamarkaðnum hér er ein af ástæðum fyrir mestu eignabólu sem myndast hefur nokkru sinni í heiminum.

Fasteignamarkaðurinn er grunnurinn af vandamálum í heiminum. Eignabruninn á rætur þar. Nytimes.com gerir frábærlega grein fyrir stöðunni í USA á vef sínum. Þar hefur verið gríðarlegt verðfall á skömmum tíma. Leiða má af því líkum, að það geti orðið meira hér.

2 comments:

Hjalti said...

Athuga San Diego... sá markaður féll á undan meðaltalinu, og er nú farinn að hækka aftur. Ef við notum San Diego sem spágildi um markaðinn í heild - þá má ímynda sér að allur markaðurinn fari að hækka rólega eftir 2-4 mánuði.

Hjalti.

Hjalti said...

þessi síða er líka snilld:
http://www.zillow.com/local-info/WA-Kirkland-home-value/