Tuesday, April 7, 2009
Ekki bara Bretland
Robert Peston lýsir í dag, því sem er að gerast í smækkaðri mynd hér á landi. Bankarnir geta ekki þjónustað Bretland, segir Peston. Eitt er víst; að ríkisbankarnir, sem ekki eru með efnahagsreikning og hafa ekki hugmynd um hvernig "eignir þeirra" - sem eru samt ekki þeirra - verða verðmetnar, geta ekki þjónustað Ísland. Óskiljanlegt er að þeir séu að eyða peningum skattgreiðenda í að auglýsa hvers kyns nýjungar á meðan ekkert liggur fyrir um stöðu þeirra. Fullkomlega óskiljanlegt.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment