Ég sé að pressan.is, sá ágæti vefmiðill, segir að vefurinn sé framtíðarmiðillinn. Í mörg ár hefur legið fyrir að möguleikar á vefnum eru nánast óendanlegir þegar kemur að fjölmiðlum. Umræðuþátturinn á mbl.is, Zetan, sýnir það ágætlega. Það er allt hægt. Grafíska snilldin á flottasta fréttavef heims, nytimes.com, sýnir svo hvernig hægt er að flétta saman ýmis form blaðamennskunnar. Myndir og texta, hreyfimyndir og grafíska framsetningu.
Mér leiðist sá háttur blaðamanna að segja dagblaðið dautt. Ef menn trúa því, þá er lítið eftir. Í fyrsta lagi er það ekki rétt og í öðru lagi ber það við álíka skammsýni, og þegar allir voru sammála um að bíóið myndi drepast vegna videó tækninnar. Annað hefur heldur betur komið í ljós. Þrátt fyrir flatskjái, dvd og hátalara kerfi. Sem meira að segja er kallað heimabíó.
Möguleikar áskriftardagblaðsins til framtíðar felast einkum í þrennu. 1. Sjarmanum af því að fletta dagblaðinu og 2. síðan að einblína á gæði, frískleika og dýpt. 3. Aðgreiningu á efnistökum vefsins og dagblaðsins.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment