Tuesday, April 21, 2009

Moll fyrir starfsmenn í kreppunni

Þó Microsoft hafi skorið niður eins og öll önnur stórfyrirtæki er fjárhagur fyrirtækisins ótrúlega góður. Mágur minn, Hjalti Þórarinsson, hefur unnið í höfuðstöðvum Microsoft síðan hann lauk MBA námi í MIT fyrir nokkrum árum. Hann henti á mig frétt um að moll væri að rísa fyrir starfsmenn Microsoft í Seattle. Með öllu. "Brjáluð kreppa" stóð í póstinum. Microsoft hefur sýnt því áhuga að kaupa orku af Orkuveitu Reykjavíkur, með hugsanlegt netþjónabú - og jafnvel eitthvað meira - í huga. Stjórnmálamenn sem stýra OR hafa auðvitað ekkert hugsað út í það geti skipt máli að fá þetta stærsta nýsköpunarfyrirtæki heims til landsins. Frekar er orkan seld til álvera og hitt ekki skoðað að neinu marki. Google hefur líka sýnt því áhuga að starfa hér. Það er líklega dínamískasta nýsköpunarfyrirtæki heims. Núna er grundvallarmunur á stöðu álframleiðenda í heiminum, einkum þeim sem starfa hér á landi - Alcoa og Rio Tinto -, og síðan nýsköpunarrisa eins og Microsoft og Google. Álframleiðendurnir eru skuldugir upp fyrir haus, eftir offjárfestingar í bólu-skeiði á heimsvísu. En Þannig er ekki beint staðan hjá Microsoft og Google. Þau fyrirtæki skulda ekkert. Ekki einn dollar.

1 comment:

Unknown said...

ég veit! það er svo magnað að stefna bara á ál að því er virðist aþþíbara og til að njóta þensluáhirfa við bygginguna.