Saturday, April 4, 2009

Samkeppnin við ríkið

Mest upplýsandi umfjöllun um áherslumál flokkanna sem bjóða fram í kosningunum 25. apríl, hafa verið góðar fréttaskýringar Björns Jóhanns í Morgunblaðinu undanfarna daga. Þær hafa verið kjarnyrtar, ekki of langar, og vel fram settar. Í dag er fjallað um áherslur er varðar endurreisn fjármálakerfisins. Þar koma fram að mestu sjálfsagðar áherslur; auka eftirlit, tryggja dreifða eignaraðild í bönkum til framtíðar, og þess háttar. Áherslumunur er þó milli flokka, sem fróðlegt er að sjá í skýrri töflu.

Eitt sértækt atriði finnst mér að stjórnmálaflokkarnir mættu útlista betur, og við blaðamenn þá kannski spyrja meira út í. Það er, hvernig endurreisa skuli íslenskan efnahag án þess að afsláttur sé gefinn á nauðsynlegum samkeppnissjónarmiðum. Tvö dæmi koma upp í hugann.
- Það er undarlegt að fylgjast með forsvarsmönnum ríkisbanka - sem enn er ekki að starfa skv. endanlegum efnahagsreikningi og hefur ekki fengið eigið fé frá ríkinu - rífast opinberlega við forsvarsmenn einkafyrirtækis sem nú reynir að bjóða upp á valkost í einstaklingsþjónustu í samkeppni við ríkisbankanna. Nýja Kaupþing fékk þúsundir nýrra viðskiptavina með stjórnvaldsákvörðun - sem áður voru hjá SPRON -, á meðan einkafyrirtækið MP banki tók áhættu með því að kaupa vörumerkið SPRON á 800 milljónir, og reyna síðan að fá fólk til sín í viðskipti frá Nýja Kaupþingi. Þetta er virðingaverð áræðni hjá fyrirtæki sem er tilbúið leggja mikið á sig til að byggja upp íslenskt bankakerfi, innan frá.
- Það sama má segja um fjölmörg fyrirtæki sem nú starfa á grundvelli íhlutunar frá ríkinu. Þar á meðal Eimskip - sem er með 30 milljarða neikvætt eigið fé - og Icelandic Group, sem hefur verið með neikvætt eigið fé í meira en eitt ár. Ég hitti fisksala hér á Húsavík í gær sem sagði mér að fyrirtæki sem hann vinnur hjá væri í mikilli samkeppni við Icelandic Group um að koma fiski inn á erlendan markað. Icelandic Group taldi sig geta undirboðið keppinaut sinn, þrátt fyrir að vera haldið lifandi af ríkinu. Hitt fyrirtækið hafði hins vegar verið rekið skynsamlega og passað upp á að lenda ekki í skuldafeni, á meðan uppgangstímarnir á höfuðborgarsvæðinu lögðu grunninn að hruninu. Það þarf nú að glíma við fordæmalausa niðursveiflu á fiskmörkuðum á eigin forsendum, á meðan Icelandic Group virðist starfa áfram á grundvelli tilslökunar frá ríkinu. Þessi tilslökun felur í sér afslátt á samkeppnislögunum. Það gefur auga leið.
-- Á endanum mun þessi staða, valda stórfelldu tjóni fyrir íslenskt atvinnulíf. Mikilvægt er að brjóta þessa stöðu upp strax, hvar sem hún myndast.

1 comment:

Anonymous said...

While I surf blog , i found a all new trick in http://pic-memory.blogspot.com/Vistor can comment and EMBED VIDEO YOUTUBE , IMAGE. Showed Immediately!
EX : View Source.
http://pic-memory.blogspot.com/2009/02/photos-women-latin-asian-pictu...(add photos and videos to Blogspot comments).
Written it very smart!
I wonder how they do it ? Anyone know about this , please tell me :D
(sr for my bad english ^_^)

email: ya76oo@ya76oo.com
thanks.