
Friday, February 27, 2009
Lag dagsins: Warning

Thursday, February 26, 2009
Bólur hér - bólur þar
- Eftirfarandi gerðist allt á sama þriggja ára tímabilinu, 2001 til 2004, hjá rúmlega 300 þúsund manna þjóð.
1. Krónan - minnsta mynt í heimi - var sett á flot.
2. Bankarnir voru einkavæddir, og seldir mönnum sem aldrei höfðu rekið eða átt banka.
3. Ráðist var í risaframkvæmd sem kostaði þriðjung af fjárlögum. Hún var að fullu fjármögnuð með erlendu lánsfé. Lesist sem yfir hundrað milljarða "stöðutaka" með krónunni. Hún ofstyrktist enda fíluðu hana allir á þessum tíma.
4. Lánshlutfall ríkisins á íbúðalánum var hækkað í 90 prósent.
5. Ríkið lækkaði vexti á íbúðalánum í bullandi samkeppni við nánast stjórnlausa útlánaviljandi banka.
6. Til varð fasteignabóla, par exelans.
- Á meðan, út í hinum stóra heima: Í júlí 2003 lækkaði seðlabanki Alan Greenspan í Bandaríkjunum, stýrivexti niður í 0,5. Það var þá lægsta vaxtastig í meira en hálfa öld. Eftir þetta gjörsamlega flaut allt í ódýrum peningum í heiminum. Bólur hér. Bólur þar. Bólur alls staðar.
1. Krónan - minnsta mynt í heimi - var sett á flot.
2. Bankarnir voru einkavæddir, og seldir mönnum sem aldrei höfðu rekið eða átt banka.
3. Ráðist var í risaframkvæmd sem kostaði þriðjung af fjárlögum. Hún var að fullu fjármögnuð með erlendu lánsfé. Lesist sem yfir hundrað milljarða "stöðutaka" með krónunni. Hún ofstyrktist enda fíluðu hana allir á þessum tíma.
4. Lánshlutfall ríkisins á íbúðalánum var hækkað í 90 prósent.
5. Ríkið lækkaði vexti á íbúðalánum í bullandi samkeppni við nánast stjórnlausa útlánaviljandi banka.
6. Til varð fasteignabóla, par exelans.
- Á meðan, út í hinum stóra heima: Í júlí 2003 lækkaði seðlabanki Alan Greenspan í Bandaríkjunum, stýrivexti niður í 0,5. Það var þá lægsta vaxtastig í meira en hálfa öld. Eftir þetta gjörsamlega flaut allt í ódýrum peningum í heiminum. Bólur hér. Bólur þar. Bólur alls staðar.
Gáta dagsins: Hver sagði?
Hver ritaði grein þar sem eftirfarandi texti kom fyrir, 16. marz 2006?
"Erlendar skuldir þjóðarbúsins jukust úr 56% af landsframleiðslu í árslok 1990 upp í 100% í árslok 2000, 200% í árslok 2004 og 300% í árslok 2005. Skuldirnar stefna enn hærra, því að hallinn á viðskiptum við útlönd er enn mikill og verður mikill áfram enn um sinn samkvæmt spám fjármálaráðuneytisins svo sem jafnan fyrr. Skuldirnar skiptast þannig, að hið opinbera hefur stofnað til 6% af skuldunum, bankarnir 83% og aðrir 11%. Bankarnir njóta í reynd ríkistryggingar í þeim skilningi, að allir virðast gera ráð fyrir því, að ríkið kæmi þeim til bjargar, ef á skyldi reyna. Bankarnir hafa notið góðra lánskjara í útlöndum eftir einkavæðingu bæði fyrir eigið ágæti og vegna þessarar óbeinu, undirskildu ríkisábyrgðar. Reynslan sýnir, að ríkið hleypur iðulega undir bagga með einkabönkum, ef þeir komast í kröggur, því að ella yrðu of margir saklausir vegfarendur fyrir of miklum og óverðskulduðum skakkaföllum. Ríkisvaldið kýs því að skakka leikinn, ef svo ber við, og dreifa skaðanum á skattgreiðendur. Þetta gerðist til dæmis í Bandaríkjunum 1986-89 og á Norðurlöndum nokkru síðar. Erlendir lánardrottnar íslenzkra banka hljóta að reikna með því, að ríkisstjórnin hér heima hefði sama háttinn á, ef í harðbakka slægi, þótt landslög kveði ekki lengur á um ríkisábyrgð eins og þau gerðu á fyrri tíð, þegar bankarnir voru ríkisbankar. Bankarnir eru því á bankamannamáli stundum kallaðir kerfisbankar til aðgreiningar frá ósviknum einkabönkum [...] Uppsveiflan í efnahagslífinu síðan 1996 hefur að miklu leyti verið knúin áfram með erlendu lánsfé, sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið 1994 ruddi braut inn í landið og lántakendur eiga eftir að standa skil á. Innflutningur erlends vinnuafls í krafti sama samnings öðrum þræði kom í veg fyrir, að lánsfjárinnstreymið leiddi til mikillar verðbólgu eins og áður, en verðbólgan hefur samt langtímum saman verið yfir settu marki Seðlabankans. Langvinn uppsveifla án verðbólgu er nýjung í íslenzku efnahagslífi og virðist hafa slævt áhuga stjórnvalda á frekari umbótum í efnahagsmálum. Enn býst ríkið til að ráðast í risaframkvæmdir fyrir erlent lánsfé til að halda efnahagslífinu gangandi enn um sinn, þótt áhöld séu um arðsemi framkvæmdanna. Munstrið er kunnuglegt frá fyrri tíð (og öðrum heimsálfum): innstreymi lánsfjár er ætlað að örva atvinnulífið um stundarsakir, en minna er hirt um það, hvort framkvæmdirnar séu líklegar til að skila viðunandi arði og hvort skuldabyrðin verður þolanleg til langs tíma litið. Vaxtagjöld þjóðarinnar umfram vaxtatekjur námu 4% af landsframleiðslu í fyrra (2005). Þessi hluti viðskiptahallans er viðvarandi. Slagsíðan mun aukast á næstu árum, ef vextir hækka úti í heimi."
Vísbendingar: 1) Z-an auðvitað. 2) Sá sem skrifaði pistlinn var búinn að starfa sem doktor hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í fimm ár þegar hann var þrítugur.
3) Margir sjálfstæðismenn hata hann, held ég að sé óhætt að segja.
Uppfært: Rétt hjá Pétri. Höfundur textans er Þorvaldur Gylfason. Pistillin er hér. Hann er stórkostlega skörp greining á skuldhlið einhverrar verstu hagstjórnar vestræns ríkis.
"Erlendar skuldir þjóðarbúsins jukust úr 56% af landsframleiðslu í árslok 1990 upp í 100% í árslok 2000, 200% í árslok 2004 og 300% í árslok 2005. Skuldirnar stefna enn hærra, því að hallinn á viðskiptum við útlönd er enn mikill og verður mikill áfram enn um sinn samkvæmt spám fjármálaráðuneytisins svo sem jafnan fyrr. Skuldirnar skiptast þannig, að hið opinbera hefur stofnað til 6% af skuldunum, bankarnir 83% og aðrir 11%. Bankarnir njóta í reynd ríkistryggingar í þeim skilningi, að allir virðast gera ráð fyrir því, að ríkið kæmi þeim til bjargar, ef á skyldi reyna. Bankarnir hafa notið góðra lánskjara í útlöndum eftir einkavæðingu bæði fyrir eigið ágæti og vegna þessarar óbeinu, undirskildu ríkisábyrgðar. Reynslan sýnir, að ríkið hleypur iðulega undir bagga með einkabönkum, ef þeir komast í kröggur, því að ella yrðu of margir saklausir vegfarendur fyrir of miklum og óverðskulduðum skakkaföllum. Ríkisvaldið kýs því að skakka leikinn, ef svo ber við, og dreifa skaðanum á skattgreiðendur. Þetta gerðist til dæmis í Bandaríkjunum 1986-89 og á Norðurlöndum nokkru síðar. Erlendir lánardrottnar íslenzkra banka hljóta að reikna með því, að ríkisstjórnin hér heima hefði sama háttinn á, ef í harðbakka slægi, þótt landslög kveði ekki lengur á um ríkisábyrgð eins og þau gerðu á fyrri tíð, þegar bankarnir voru ríkisbankar. Bankarnir eru því á bankamannamáli stundum kallaðir kerfisbankar til aðgreiningar frá ósviknum einkabönkum [...] Uppsveiflan í efnahagslífinu síðan 1996 hefur að miklu leyti verið knúin áfram með erlendu lánsfé, sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið 1994 ruddi braut inn í landið og lántakendur eiga eftir að standa skil á. Innflutningur erlends vinnuafls í krafti sama samnings öðrum þræði kom í veg fyrir, að lánsfjárinnstreymið leiddi til mikillar verðbólgu eins og áður, en verðbólgan hefur samt langtímum saman verið yfir settu marki Seðlabankans. Langvinn uppsveifla án verðbólgu er nýjung í íslenzku efnahagslífi og virðist hafa slævt áhuga stjórnvalda á frekari umbótum í efnahagsmálum. Enn býst ríkið til að ráðast í risaframkvæmdir fyrir erlent lánsfé til að halda efnahagslífinu gangandi enn um sinn, þótt áhöld séu um arðsemi framkvæmdanna. Munstrið er kunnuglegt frá fyrri tíð (og öðrum heimsálfum): innstreymi lánsfjár er ætlað að örva atvinnulífið um stundarsakir, en minna er hirt um það, hvort framkvæmdirnar séu líklegar til að skila viðunandi arði og hvort skuldabyrðin verður þolanleg til langs tíma litið. Vaxtagjöld þjóðarinnar umfram vaxtatekjur námu 4% af landsframleiðslu í fyrra (2005). Þessi hluti viðskiptahallans er viðvarandi. Slagsíðan mun aukast á næstu árum, ef vextir hækka úti í heimi."
Vísbendingar: 1) Z-an auðvitað. 2) Sá sem skrifaði pistlinn var búinn að starfa sem doktor hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í fimm ár þegar hann var þrítugur.
3) Margir sjálfstæðismenn hata hann, held ég að sé óhætt að segja.
Uppfært: Rétt hjá Pétri. Höfundur textans er Þorvaldur Gylfason. Pistillin er hér. Hann er stórkostlega skörp greining á skuldhlið einhverrar verstu hagstjórnar vestræns ríkis.
Tuesday, February 24, 2009
Eric Roberts is the fucking man
Gleymir - eða sleppir - mómentinu
Eyjan.is birti í gær frétt um bloggskrif lektors Háskólans í Reykjavík, sem varpaði fram þeirri spurningu hvort sex mánaða uppgjör Glitnis á síðasta ári hafi verið tóm blekking. Í því kom fram að Glitnir hefði aðgang að 8,1 milljarði evra með litlum fyrirvara. Lausafjárstaðan átti því að vera nokkuð trygg, þó gáleysileg ofþensla íslenskra banka í minnsta mynthagkerfi heims hafi vitaskuld verið búin að koma þeim í vanda.
Síðan í lok september, þremur mánuðum síðar, gengu forsvarsmenn Glitnis inn í seðlabankann vegna lausafjárerfiðleika. The rest is history, eins og sagt er. Lektorinn segir meðal annars: “Hvernig má það vera að banki sem hafði fullyrt að lausafjárstaðan væri svo sterk ætti í svo miklum vandræðum með afborgun sem nemur 7,4% þess lausafjár sem sagt var aðgengilegt skömmu áður? Vandræðin voru svo mikil að hann þurfti að leita til Seðlabankans um þrautarvaralán?”
Það er skemmst frá því að segja að lektorinn sleppir því að nefna afdrifaríkasta gjaldþrot mannkynssögunnar, sem er raunveruleg ástæða þess að millibankamarkaður hrundi á heimsvísu og þurrkaði upp lánalínur, hér eins og annars staðar. 15. september varð Lehman Brothers gjaldþrota og lokaðist þá fyrir lánalínur banka sem áður höfðu verið opnar með litlum fyrirvara. Þannig lokuðust áður aðgengilegar línur til Glitnis. Lánalínur til Seðlabanka Íslands lokuðust og greip hann meðal annars til þess að tengja til sín línur sem áður höfðu staðið Glitni til boða. Allir bankar heimsins urðu fyrir áhrifum af hruni millibankamarkaðarins og ef ekki væri fyrir seðlabankanna, og vasa skattgreiðenda, væri vestrænt fjármálakerfi raunuverulegar rústir en ekki aðeins næstum lamað eins og nú. Lektorar og fræðimenn, ættu að kynna sér betur hvað gerðist áður en þeir fara að lesa ársreikninga fyrir 15. september 2008 og draga ályktanir. Sá dagur er þegar orðin að svipuðu momenti og 11. september 2001. Nema að þeir vilji vísvitandi koma fram með upplýsingar sem standast ekki gagnrýni. Ég geng út frá því að þannig sé það ekki.
Síðan í lok september, þremur mánuðum síðar, gengu forsvarsmenn Glitnis inn í seðlabankann vegna lausafjárerfiðleika. The rest is history, eins og sagt er. Lektorinn segir meðal annars: “Hvernig má það vera að banki sem hafði fullyrt að lausafjárstaðan væri svo sterk ætti í svo miklum vandræðum með afborgun sem nemur 7,4% þess lausafjár sem sagt var aðgengilegt skömmu áður? Vandræðin voru svo mikil að hann þurfti að leita til Seðlabankans um þrautarvaralán?”
Það er skemmst frá því að segja að lektorinn sleppir því að nefna afdrifaríkasta gjaldþrot mannkynssögunnar, sem er raunveruleg ástæða þess að millibankamarkaður hrundi á heimsvísu og þurrkaði upp lánalínur, hér eins og annars staðar. 15. september varð Lehman Brothers gjaldþrota og lokaðist þá fyrir lánalínur banka sem áður höfðu verið opnar með litlum fyrirvara. Þannig lokuðust áður aðgengilegar línur til Glitnis. Lánalínur til Seðlabanka Íslands lokuðust og greip hann meðal annars til þess að tengja til sín línur sem áður höfðu staðið Glitni til boða. Allir bankar heimsins urðu fyrir áhrifum af hruni millibankamarkaðarins og ef ekki væri fyrir seðlabankanna, og vasa skattgreiðenda, væri vestrænt fjármálakerfi raunuverulegar rústir en ekki aðeins næstum lamað eins og nú. Lektorar og fræðimenn, ættu að kynna sér betur hvað gerðist áður en þeir fara að lesa ársreikninga fyrir 15. september 2008 og draga ályktanir. Sá dagur er þegar orðin að svipuðu momenti og 11. september 2001. Nema að þeir vilji vísvitandi koma fram með upplýsingar sem standast ekki gagnrýni. Ég geng út frá því að þannig sé það ekki.
Monday, February 23, 2009
Lag dagsins
Frábær live útgáfa Weezer af Tired of Sex. Hoppandi glaðir Japanir setja skemmtilegan svip á þetta allt saman. Þeir eru reyndar vafalítið ekki hoppandi glaðir þessa dagana. Allt í steik í Japan.
Sunday, February 22, 2009
Sort it out outside?

Friday, February 20, 2009
Landflótti og Bonham

Meistarinn orðinn afi

Thursday, February 19, 2009
Know the rest

Wednesday, February 18, 2009
Gáta: hver sagði?
Hver sagði: "Íslenskir fjárfestar virðast undanfarin ár flestir hafa hugsað á allt öðrum nótum en Buffett. Áhersla margra íslenskra fjárfesta á að reyna að ná skjótfengnum gróða með því að veðja á verðhækkun á mörkuðum og magna uppsveifluna með því að nota lítið eigið fé en mikið lánsfé er eins fjarri hugmyndum Warren Buffett og hugsast getur."
Vísbending: Orðin eru lokaorð inngangs að íslenskri þýðingu bókarinnar Warren Buffett aðferðin eftir Robert G. Hagstrom.
Uppfært í hádegishléi: Í ljós þess hversu leiðinleg spurningin er, þá gef ég svarið fram. Það var Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sem lét þessi orð falla. Buffett-bókin er annars ágæt. Eins skotheld og hún virðist vera hvað fjárfestingarstefnu varðar, þá hefur kreppan þurrkað gríðarlegar fjárhæðir upp úr vösum Buffett. Bregðast krosstré sem önnur.
Vísbending: Orðin eru lokaorð inngangs að íslenskri þýðingu bókarinnar Warren Buffett aðferðin eftir Robert G. Hagstrom.
Uppfært í hádegishléi: Í ljós þess hversu leiðinleg spurningin er, þá gef ég svarið fram. Það var Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sem lét þessi orð falla. Buffett-bókin er annars ágæt. Eins skotheld og hún virðist vera hvað fjárfestingarstefnu varðar, þá hefur kreppan þurrkað gríðarlegar fjárhæðir upp úr vösum Buffett. Bregðast krosstré sem önnur.
Tuesday, February 17, 2009
Rourke og Lawless

Monday, February 16, 2009
Áfall

Á myndinni hér til hliðar má sjá þrjá Eyfirðinga í Frjálslynda flokknum, skömmu eftir að tilkynnt var um að Jói ætlaði sér ekki að bjóða sig fram til forystustarfa fyrir flokkinn í firðinum. Eins og sjá má á myndinni þurftu tveir félagar Jóa að halda ritara félagsins en hann brjálaðist þegar Jói hafði tilkynnt félögum sínum um ákvörðunina.
Vöruþróunarforsetinn Obama

Sunday, February 15, 2009
"...dregur auðvitað kjarkinn úr fólki..."
Eftirfarandi kom fram í góðri umfjöllun Viðskiptablaðs Morgunblaðsins um fasteignamarkaðinn 12. febrúar síðastliðinn: Verðbólgan er að hjaðna og það hefur orðið verðlækkun á fasteignum, að sögn Ingibjargar Þórðardóttur, formanns Félags fasteignasala. Hún segir að því séu skilyrði til fasteignaviðskipta raunverulega að batna mikið. "Hins vegar þarf árásum á fasteignamarkaðinn að linna," segir hún. "Seðlabankinn er enn að hamra á því að fasteignaverðið eigi eftir að lækka áfram, en það dregur auðvitað kjarkinn úr fólki." Það er átakanlegt að sjá þennan málflutning hjá Ingibjörgu talsmanni fasteignasalastéttarinnar í landinu. Vonandi sjá heiðarlegir fasteignasalar sig tilneydda til þess að stíga fram og mótmæla þessum óforskammaða málflutningi. Tvennt: 1. Það sem Ingibjörg kallar "árásir á fasteignamarkaðinn" eru í raun sjálfsögð viðvörunarorð sem ætti að sem segja á eins áberandi hátt og hægt er, sem oftast. Staðreyndin er sú að botninn er farinn úr fasteignabólunni sem hófst fyrir alvöru haustið 2004 með innkomu bankanna á fasteignalánamarkað. Nú eru forsendur breyttar, og það er fullkomlega nauðsynlegt og ábyrgt, að benda á að fasteignaverð er að lækka og á eftir að lækka meira. Orð í þá veru, eru eins langt í frá að vera "árás" og hugsast getur. 2. Eiginhagsmunir fasteignasalastéttarinnar virðast engin takmörk sett, ef marka má orð Ingibjargar. Hún segir að viðvörunarorð seðlabankans, um að verð muni lækka, dragi "auðvitað kjarkinn úr fólki" og gefur í skyn að það sé óheppilegt að seðlabankinn sé að spá fyrir um fasteignaverðslækkun. Fasteignasalastéttin verður að fara vakna, og auðvitað að hætta að taka til sín þóknun sem hlutfallslega er tengd fasteignaverði sem hún finnur út sjálf. Það sem heiðarlegir fasteignasalar ættu að segja við ungt fólk sem er að hugsa um að kaupa íbúð er þetta: - Ekki kaupa íbúð á höfuðborgarsvæðinu, a.m.k. næstu tvö árin. Leiga er að verða hagstæðari með hverjum deginum og hún er miklu öruggari við þær aðstæður sem uppi eru núna. Ef að þið eruð með mikið laust fé, sem nægir jafnvel fyrir öllu kaupverðinu, þá er óskynsamlegt að geyma það í steinsteypu á höfuðborgarsvæðinu. Líklega er engin ávöxtunarleið öruggari farvegur fyrir neikvæða útkomu. Ef þið viljið samt fjárfesta í húsnæði, þá er örugglega best að kaupa eina götu á Raufarhöfn eða Þórshöfn frekar en blokkaríbúð á höfuðborgarsvæðinu. Olían maður. Olían (svo maður detti í smá RE-max gír).
Friday, February 13, 2009
Naaaaaa, na, na na-na-naa, naaaaa.......

Gáta: hver sagði?
„Þau skildu ekki að uppsveifla íslenska hagkerfisins árin 2005 og 2006 byggðist á skuldasöfnun – lán voru tekin til þess að standa í skilum með önnur lán – og nú vita þau ekki hvernig unnt sé að ná jafnvægi aftur eftir að pappírsauðurinn er horfinn. Það er ólíklegt að nýir leiðtogar sem væru valdir af handahófi í símaskrá gætu valdið jafnmiklum efnahagslegum glundroða og núverandi stjórnvöld."
Vísbending: Bankastjórar Landsbankans sendu frá sér yfirlýsingu eftir að maðurinn sem um er spurt hafði haldið erindi fyrir fullum sal í Háskólabíói, 6. maí í fyrra, og sagt að laumu-áhlaup væri hafið á íslenska bankakerfið. Bankastjórar Landsbankas sögðu hann skorta verulega á þekkingu á íslenskum bönkum.
Uppfært um hádegi: Google-svarið hennar Karenar (:)) er nákvæmast, og rétt vitaskuld. Til viðbótar, þá sagðist Aliber hafa keyrt um höfuðborgarsvæðið og talið byggingarkrana, meðan hann var hérna. Hann hefur lýst því sem hér gerðist sem mestu eignabólu sem myndast hefur í hagkerfi í mannkynssögunni.
Vísbending: Bankastjórar Landsbankans sendu frá sér yfirlýsingu eftir að maðurinn sem um er spurt hafði haldið erindi fyrir fullum sal í Háskólabíói, 6. maí í fyrra, og sagt að laumu-áhlaup væri hafið á íslenska bankakerfið. Bankastjórar Landsbankas sögðu hann skorta verulega á þekkingu á íslenskum bönkum.
Uppfært um hádegi: Google-svarið hennar Karenar (:)) er nákvæmast, og rétt vitaskuld. Til viðbótar, þá sagðist Aliber hafa keyrt um höfuðborgarsvæðið og talið byggingarkrana, meðan hann var hérna. Hann hefur lýst því sem hér gerðist sem mestu eignabólu sem myndast hefur í hagkerfi í mannkynssögunni.
Thursday, February 12, 2009
Besta stuffið hjá RÚV
Besta efnið hjá RÚV finnst mér vera þetta:
1. Vikulokin - Ómissandi fyrir fréttafíkla eins og mig. Hefur náð að setja saman góðan hóp viðmælenda í hverjum þætti eftir bankahrunið. Aðalatriðin komast á dagskrá. Stundum kemur gott skúbb út úr þessu.
2. Spegillinn og þar helst pistlar Sigrúnar Davíðsdóttur - Spegillinn hefur legið undir ámæli fyrir að vera vinstri þetta og hitt. Mér finnst það einfaldlega ekki. Góð blaðamennska hjá reyndu fólki. Kannski er ég litaður af því að vera óflokksbundinn og aldrei tekið þátt í pólitísku starfi.
3. Silfur Egils - Ég er alltaf að ná því betur og betur að það var hárrétt hjá Agli að keyra svolítið á þá sem verða fyrir áhrifum af bankahruninu, það er fólkinu í landinu, frekar en þeim sem hafa framkallað hrunið. Bissness-menn, stjórnmálamenn og þess háttar. Viðtalið við Elías Pétursson í síðasta þætti var til að mynda fínt. Stundum er mönnum heitt í hamsi. Þó það nú væri.
1. Vikulokin - Ómissandi fyrir fréttafíkla eins og mig. Hefur náð að setja saman góðan hóp viðmælenda í hverjum þætti eftir bankahrunið. Aðalatriðin komast á dagskrá. Stundum kemur gott skúbb út úr þessu.
2. Spegillinn og þar helst pistlar Sigrúnar Davíðsdóttur - Spegillinn hefur legið undir ámæli fyrir að vera vinstri þetta og hitt. Mér finnst það einfaldlega ekki. Góð blaðamennska hjá reyndu fólki. Kannski er ég litaður af því að vera óflokksbundinn og aldrei tekið þátt í pólitísku starfi.
3. Silfur Egils - Ég er alltaf að ná því betur og betur að það var hárrétt hjá Agli að keyra svolítið á þá sem verða fyrir áhrifum af bankahruninu, það er fólkinu í landinu, frekar en þeim sem hafa framkallað hrunið. Bissness-menn, stjórnmálamenn og þess háttar. Viðtalið við Elías Pétursson í síðasta þætti var til að mynda fínt. Stundum er mönnum heitt í hamsi. Þó það nú væri.
Wednesday, February 11, 2009
Simply the best

Kristaltær pólitísk afskipti

Tuesday, February 10, 2009
Grillun - Generosity of taxpayers

Ef ekki kemur til 800 milljarða dollara - 89.600 milljarða króna - innspýtingu úr vösum skattgreiðanda í Bandaríkjunum, þá gæti efnahagsvandinn þar í landi orðið að hreinni katastroffu.
Sumir segja að ástandið í Bretlandi sé þegar orðið að katastroffu. Í dag fara fram opinberar yfirheyrslur, ef svo má segja, yfir bankastjórum HBOS og Royal Bank of Scotland. Þetta voru einu sinni virtar fjármálastofnanir en eru núna hálfgerð hræ sem hafa að mestu verið þjóðnýttar af breska ríkinu. Robert Peston, viðskiptaritstjóri BBC, reifar á bloggi sínu í dag hvaða spurningar hann myndi leggja fyrir stjórana. Það kannski segir eitthvað um hvað honum finnst að hann kallar þetta grillun.
Peston segir:
"If I had one question for each bank, these would be them:
For Andy Hornby, former chief executive of HBOS, I would ask how on earth he allowed the bank to abandon tried and tested banking risk controls. What I mean by that is that he gave licence to his team to take stakes in big companies as well as lending to them.
That went against all traditional banking practice, because it meant that the banks' judgement about the credit-worthiness of companies wanting to borrow vast sums was clouded by the enticing prospect of making fat profits on shares held in those borrowers.
Or to put it another way, good banking judgement was overwhelmed by at least one of those seven deadly sins.
In the early 1990s, when I was banking editor of the Financial Times, it was regarded as almost a scandal when the so-called clearing banks held shares in corporate customers. Over the past few years, at HBOS and at other banks, this dangerous mixing of lending and investing became commonplace - with disastrous consequences.
For Andy Hornby, former chief executive of HBOS, I would ask how on earth he allowed the bank to abandon tried and tested banking risk controls. What I mean by that is that he gave licence to his team to take stakes in big companies as well as lending to them.
That went against all traditional banking practice, because it meant that the banks' judgement about the credit-worthiness of companies wanting to borrow vast sums was clouded by the enticing prospect of making fat profits on shares held in those borrowers.
Or to put it another way, good banking judgement was overwhelmed by at least one of those seven deadly sins.
In the early 1990s, when I was banking editor of the Financial Times, it was regarded as almost a scandal when the so-called clearing banks held shares in corporate customers. Over the past few years, at HBOS and at other banks, this dangerous mixing of lending and investing became commonplace - with disastrous consequences.
So the question to Mr Hornby - who is not a banker by training and yet went on to run one of our biggest banks - is why he didn't spot this danger (among many other dangers - such as the bank's excessive reliance on unreliable sources of funding, inlcluding sales of mortgage-backed bonds).
As for Sir Fred Goodwin, who for years was the supremely confident CEO of Royal Bank, the big question is why, oh why, did he buy the bulk of the toxic giant Dutch bank ABN right at the top of the market.
This deal would have bankrupted RBS, were it not for the generosity of taxpayers. And he can't claim there were no serious voices arguing against this takeover. There were many asking the question whether this was a deal too far.
Doubtless he and Hornby and their respective chairmen will say sorry this morning. But they need to do more.
They need to give a convincing narrative of how they made their egregious errors, so that we can all learn from their mistakes - and make new mistakes next time, rather than repeating these particularly disastrous howlers."
As for Sir Fred Goodwin, who for years was the supremely confident CEO of Royal Bank, the big question is why, oh why, did he buy the bulk of the toxic giant Dutch bank ABN right at the top of the market.
This deal would have bankrupted RBS, were it not for the generosity of taxpayers. And he can't claim there were no serious voices arguing against this takeover. There were many asking the question whether this was a deal too far.
Doubtless he and Hornby and their respective chairmen will say sorry this morning. But they need to do more.
They need to give a convincing narrative of how they made their egregious errors, so that we can all learn from their mistakes - and make new mistakes next time, rather than repeating these particularly disastrous howlers."
Monday, February 9, 2009
Oh my god
Barack Obama hefur hug á því að fá braskarana á Wall Street með sér í lið við að reisa efnhag heimsins við. Einhverjir segja eflaust oh my god við þeirri hugmynd. Líklega er þó kjarninn sá, að ómögulegt er að koma hlutunum aftur á nægilega mikla hreyfingu einungis með skattfé. Fólk getur ekki farið í vasann endalaust.
Saturday, February 7, 2009
Opnun dauðans
Ég er sérstakur áhugamaður um hvernig hljómsveitir byrja tónleika sína, eða opna prógramið eins og það er stundum kallað. Þessi byrjun, á tónleikum Pearl Jam í Madison Square Garden, er hrikalega svöl. Opnun dauðans, svo maður noti það ágæta áhersluorð.
Friday, February 6, 2009
Forsendur brostnar?
Staðgreiðsluverð á áli er nú 1.408 dollarar. Það fór hæst í 3.300 dollara í júlíu fyrra. Í samningum Landsvirkjunar og Alcoa vegna álvers á Reyðarfirði er miðað við að orkusalan skili 11,9 prósent arðsemi ef heimsmarkaðsverðið er 1.550 dollarar. Lögin um framkvæmdina voru meðal annars samþykkt á þeirri forsendu að kostnaðurinn við framkvæmdina yrði 96 milljarðar og arðsemin 11,9 prósent, eins og fyrr segir. Ljóst er, og hefur verið greint frá opinberlega, að heildarkostnaður við Kárahnjúkavirkjun er áætlaður 140 til 150 milljarðar. Miklu hærri en áætlað var í fyrstu.
Sanngjarnt er því að spyrja: Er forsendur fyrir áætlaðari arðsemi brostnar?
Eitt enn: Nú er talið að óseldar birgðir af áli í heiminum séu á milli tvær til þrjár milljónir tonna. Það er nær öll framleiðsla á Íslandi í tvö til þrjú ár. Fyrirtæki hafa verið að loka álverum um allan heim, þar á meðal Alcoa.
Sanngjarnt er því að spyrja: Er forsendur fyrir áætlaðari arðsemi brostnar?
Eitt enn: Nú er talið að óseldar birgðir af áli í heiminum séu á milli tvær til þrjár milljónir tonna. Það er nær öll framleiðsla á Íslandi í tvö til þrjú ár. Fyrirtæki hafa verið að loka álverum um allan heim, þar á meðal Alcoa.
Thursday, February 5, 2009
Wednesday, February 4, 2009
Ekki gera okkur þetta
Fólk sem vinnur við að setja lög í umboði þjóðarinnar hefur að undanförnu eytt dýrmætum tíma í að rífast um hvort ríkisstjórn sem hefur tveggja mánaða starfstíma eigi að stefna að því að ýta undir nýtt álver eða ekki (Það verið að loka álverum út um allan heim og markaðsverð í lágmarki). Þá hafa þingmenn einnig tekist á um hvort hvalveiðar séu æskilegar. Framsóknarkonan Siv Friðleifs kom fram í sjónvarpsviðtali og sagði framsóknarmenn ekki geta stutt það að veiðileyfi verði dregin til baka. Það verður bara að segjast eins og er, að íslenskir þingmenn eru margir hverjir ófókusaðir, latir og pópúlískir, miðað við þær aðstæður sem uppi eru í þjóðfélaginu. Bara það að leyfa sér að nefna eitthvað annað en bráaðgerðir fyrir heimili og fyrirtæki - til þess að reyna að eftir fremsta megni að afstýra þjóðargjaldþroti - er sönnun þess að flokksmenn eru nú farnir að taka hagsmuni sína fram yfir hagsmuni almennings, í ljósi kosninga 25. apríl. Það er eiginlega ekki hægt að segja neitt annað en: ekki gera okkur þetta. Þingmenn eiga að vinna á sólarhringsvöktum við að bjarga því sem bjargað verður. Ekki síst í ljósi þess að löggjafarvaldið gjörsamlega brást þegar kom að rótum vandans í bankakerfinu.
Tuesday, February 3, 2009
They are not going to pay

Ástandið í Bretlandi er að verða hrikalegra með hverjum deginum. Robert Peston, viðskiptaritstjóri BBC, setti fyrir rúmlega 20 mínútum inn þessa færslu, sem mér finnst vera óhugguleg lesning. Sérstaklega þegar tekið er mið af því að bankakerfið í Bretlandi var þegar kreppan skall á 3,5 sinnum stærra en landsframleiðslan, sem er með því mesta í heimi. Nú hafa stærstu bankar Bretlands verið þjóðnýttir að stórum hluta.
Líklega er bara tímaspursmál hvenær Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands þarf að stíga fram og segja: Við ætlum ekki að borga skuldir óreiðumanna. Þá stíga fjármálaráðherrar annarra landa fram á blaðamannafundum og segja: Belive or not, they are not going to pay. Og síðan koll af kolli, en það er nú líklega worst case scenario.
Skúbbið ofmetið

Ég held að það sé mikið til í þessu hjá Ricks, sem stundum er sagður fremsti blaðamaður heims. Margfaldur Pulitzer vinningshafi. Ég held að það sé öllum ritstjórnum hollt á Íslandi að hafa þetta heilræði Ricks bak við eyrað í umfjölluninni um bankahrunið.
Monday, February 2, 2009
Lag dagsins
Ég hef aldrei verið neinn rosalegur Incubus maður, en þetta lag frá sveitinni er einfaldlega frábært. Þó þetta sé orðin klysja þá eru þetta samt pjúra gæði.
Subscribe to:
Posts (Atom)