
Það hefur enginn Íslendingur komist hjá því að fylgjast með deilum Jóns Geralds og Jóns Ásgeirs undanfarin ár. Svo fyrirferðamiklar hafa þær verið. Margir héldu að deilurnar myndu róast eftir að þeir voru báðir dæmdir í Hæstarétti fyrir lögbrot. En
nei. Allt kom fyrir ekki. Nú er Jón Gerald farinn að upplifa sig sem alþýðuhetju vegna bankahrunsins. Öskrar I told you so í tíma og ótíma. Í beinni frá Florida þar sem hann hefur búið undanfarna tvo áratugi. Á meðan reynir Jón Ásgeir að fría sig ábyrgð á hruninu, um leið og eignir hans sogast ofan í skulda-svarthol Baugs. Svona getur þetta verið þegar
konur eru í spilinu. Deilurnar einfaldlega leysast aldrei. Það verður einhver að taka að sér hlutverk kúrekans við barinn og segja: Can´t you just sort it out outside? Á meðan þeir lemja hvorn annan getum við hin haldið áfram að drekka. Þessu tuði verður að linna.
No comments:
Post a Comment