Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra viðurkenndi í fyrradag að henni þætti koma til greina að skipta um forystufólk í bankaráðum nýju bankanna, í ljósi þess að það væru komnir nýir flokkar í ríkisstjórn. Ég man ekki eftir að hafa séð tærari mynd af pólitískum afskiptum af bankastarfsemi í ríkisrekstri. Sérstaklega hlýtur þetta að vekja upp spurningar núna, þegar unnið er að mati á eignum og skuldum gömlu bankanna og gerð efnahagsreiknings fyrir nýju bankanna. Það er mikið í húfi. 385 milljarðar verða lagðir til nýju bankanna af ríkisfé og bankaráðin munu á næstunni þurfa að velja og hafna hvaða fyrirtæki eru lífvænleg og hver ekki. Sú vinna á vitaskuld ekki að vera undir neinum pólitískum þrýstingi. Því miður virðist hún ætla að vera það. Það er mjög vægt til orða tekið að það sé áhyggjuefni.
Wednesday, February 11, 2009
Kristaltær pólitísk afskipti
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra viðurkenndi í fyrradag að henni þætti koma til greina að skipta um forystufólk í bankaráðum nýju bankanna, í ljósi þess að það væru komnir nýir flokkar í ríkisstjórn. Ég man ekki eftir að hafa séð tærari mynd af pólitískum afskiptum af bankastarfsemi í ríkisrekstri. Sérstaklega hlýtur þetta að vekja upp spurningar núna, þegar unnið er að mati á eignum og skuldum gömlu bankanna og gerð efnahagsreiknings fyrir nýju bankanna. Það er mikið í húfi. 385 milljarðar verða lagðir til nýju bankanna af ríkisfé og bankaráðin munu á næstunni þurfa að velja og hafna hvaða fyrirtæki eru lífvænleg og hver ekki. Sú vinna á vitaskuld ekki að vera undir neinum pólitískum þrýstingi. Því miður virðist hún ætla að vera það. Það er mjög vægt til orða tekið að það sé áhyggjuefni.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Svona pólitísk afskipti eru vitanlega mjög slæm. Tími til kominn að leggja slíkt til hliðar.
Að hversu miklu leyti er núverandi forystufólk í bankaráðunum skipað á pólitískum grundvelli? Er það ekki nokkuð?
Post a Comment