Wednesday, February 18, 2009

Gáta: hver sagði?

Hver sagði: "Íslenskir fjárfestar virðast undanfarin ár flestir hafa hugsað á allt öðrum nótum en Buffett. Áhersla margra íslenskra fjárfesta á að reyna að ná skjótfengnum gróða með því að veðja á verðhækkun á mörkuðum og magna uppsveifluna með því að nota lítið eigið fé en mikið lánsfé er eins fjarri hugmyndum Warren Buffett og hugsast getur."

Vísbending: Orðin eru lokaorð inngangs að íslenskri þýðingu bókarinnar Warren Buffett aðferðin eftir Robert G. Hagstrom.

Uppfært í hádegishléi: Í ljós þess hversu leiðinleg spurningin er, þá gef ég svarið fram. Það var Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sem lét þessi orð falla. Buffett-bókin er annars ágæt. Eins skotheld og hún virðist vera hvað fjárfestingarstefnu varðar, þá hefur kreppan þurrkað gríðarlegar fjárhæðir upp úr vösum Buffett. Bregðast krosstré sem önnur.

No comments: