- Eftirfarandi gerðist allt á sama þriggja ára tímabilinu, 2001 til 2004, hjá rúmlega 300 þúsund manna þjóð.
1. Krónan - minnsta mynt í heimi - var sett á flot.
2. Bankarnir voru einkavæddir, og seldir mönnum sem aldrei höfðu rekið eða átt banka.
3. Ráðist var í risaframkvæmd sem kostaði þriðjung af fjárlögum. Hún var að fullu fjármögnuð með erlendu lánsfé. Lesist sem yfir hundrað milljarða "stöðutaka" með krónunni. Hún ofstyrktist enda fíluðu hana allir á þessum tíma.
4. Lánshlutfall ríkisins á íbúðalánum var hækkað í 90 prósent.
5. Ríkið lækkaði vexti á íbúðalánum í bullandi samkeppni við nánast stjórnlausa útlánaviljandi banka.
6. Til varð fasteignabóla, par exelans.
- Á meðan, út í hinum stóra heima: Í júlí 2003 lækkaði seðlabanki Alan Greenspan í Bandaríkjunum, stýrivexti niður í 0,5. Það var þá lægsta vaxtastig í meira en hálfa öld. Eftir þetta gjörsamlega flaut allt í ódýrum peningum í heiminum. Bólur hér. Bólur þar. Bólur alls staðar.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment