Eyjan.is birti í gær frétt um bloggskrif lektors Háskólans í Reykjavík, sem varpaði fram þeirri spurningu hvort sex mánaða uppgjör Glitnis á síðasta ári hafi verið tóm blekking. Í því kom fram að Glitnir hefði aðgang að 8,1 milljarði evra með litlum fyrirvara. Lausafjárstaðan átti því að vera nokkuð trygg, þó gáleysileg ofþensla íslenskra banka í minnsta mynthagkerfi heims hafi vitaskuld verið búin að koma þeim í vanda.
Síðan í lok september, þremur mánuðum síðar, gengu forsvarsmenn Glitnis inn í seðlabankann vegna lausafjárerfiðleika. The rest is history, eins og sagt er. Lektorinn segir meðal annars: “Hvernig má það vera að banki sem hafði fullyrt að lausafjárstaðan væri svo sterk ætti í svo miklum vandræðum með afborgun sem nemur 7,4% þess lausafjár sem sagt var aðgengilegt skömmu áður? Vandræðin voru svo mikil að hann þurfti að leita til Seðlabankans um þrautarvaralán?”
Það er skemmst frá því að segja að lektorinn sleppir því að nefna afdrifaríkasta gjaldþrot mannkynssögunnar, sem er raunveruleg ástæða þess að millibankamarkaður hrundi á heimsvísu og þurrkaði upp lánalínur, hér eins og annars staðar. 15. september varð Lehman Brothers gjaldþrota og lokaðist þá fyrir lánalínur banka sem áður höfðu verið opnar með litlum fyrirvara. Þannig lokuðust áður aðgengilegar línur til Glitnis. Lánalínur til Seðlabanka Íslands lokuðust og greip hann meðal annars til þess að tengja til sín línur sem áður höfðu staðið Glitni til boða. Allir bankar heimsins urðu fyrir áhrifum af hruni millibankamarkaðarins og ef ekki væri fyrir seðlabankanna, og vasa skattgreiðenda, væri vestrænt fjármálakerfi raunuverulegar rústir en ekki aðeins næstum lamað eins og nú. Lektorar og fræðimenn, ættu að kynna sér betur hvað gerðist áður en þeir fara að lesa ársreikninga fyrir 15. september 2008 og draga ályktanir. Sá dagur er þegar orðin að svipuðu momenti og 11. september 2001. Nema að þeir vilji vísvitandi koma fram með upplýsingar sem standast ekki gagnrýni. Ég geng út frá því að þannig sé það ekki.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Sammála því að það er skrýtið að minnast ekkert á Lehman í þessu. Íslenskur prófessor fullyrti daginn e.fall Lehman að þetta hefði engin áhrif hérlendis því tengsl banka hér við Lehman væru lítil...
Það væri samt fróðlegt að vita hvað sé hefðbundið hlutfall lánalína í uppgefnu handbæru fé banka því fyrir leikmanninn virkar lánalína ekki jafn handbær og reiðufé, til að nýta hana þarf alltaf annar aðili að uppfylla samning.
Post a Comment