Thursday, February 12, 2009

Besta stuffið hjá RÚV

Besta efnið hjá RÚV finnst mér vera þetta:
1. Vikulokin - Ómissandi fyrir fréttafíkla eins og mig. Hefur náð að setja saman góðan hóp viðmælenda í hverjum þætti eftir bankahrunið. Aðalatriðin komast á dagskrá. Stundum kemur gott skúbb út úr þessu.
2. Spegillinn og þar helst pistlar Sigrúnar Davíðsdóttur - Spegillinn hefur legið undir ámæli fyrir að vera vinstri þetta og hitt. Mér finnst það einfaldlega ekki. Góð blaðamennska hjá reyndu fólki. Kannski er ég litaður af því að vera óflokksbundinn og aldrei tekið þátt í pólitísku starfi.
3. Silfur Egils - Ég er alltaf að ná því betur og betur að það var hárrétt hjá Agli að keyra svolítið á þá sem verða fyrir áhrifum af bankahruninu, það er fólkinu í landinu, frekar en þeim sem hafa framkallað hrunið. Bissness-menn, stjórnmálamenn og þess háttar. Viðtalið við Elías Pétursson í síðasta þætti var til að mynda fínt. Stundum er mönnum heitt í hamsi. Þó það nú væri.

2 comments:

Julia said...

ég tek undir þessi orð og myndi vilja bæta við Víðsjá og Krossgötum, ákaflega góð menningarrýni í víðasta skilningi.
Bestu kveðjur úr Köben á familíuna. Hvenær flytjið þið annars til Seattle? ég horfi ákaflegu hýru auga til Vancouver, væri ekki amalegt að taka nokkra Fraiser snobbtakta sitthvorum megin við mærin.

rolli said...

orð munu standa... tvímælalaust besta skemmtun sem borin hefur verið á borð fyrir alþýðuna...kannski af því að orðin standa þar fyrir sínu...

annar finnst mér aglussilver gera þetta skemmtilega...passar sig á að hafa sjaldan andmælenda svo að fréttastofa rúv geti haft follow up í 7 fréttum og næstu daga...gott trix...fær reyndar hrós skilið að hafa árna guðmunds í síðasta þætti, hefði bara getað verið með hann og hafliða jósteins!!