
Ástandið í Bretlandi er að verða hrikalegra með hverjum deginum. Robert Peston, viðskiptaritstjóri BBC, setti fyrir rúmlega 20 mínútum inn þessa færslu, sem mér finnst vera óhugguleg lesning. Sérstaklega þegar tekið er mið af því að bankakerfið í Bretlandi var þegar kreppan skall á 3,5 sinnum stærra en landsframleiðslan, sem er með því mesta í heimi. Nú hafa stærstu bankar Bretlands verið þjóðnýttir að stórum hluta.
Líklega er bara tímaspursmál hvenær Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands þarf að stíga fram og segja: Við ætlum ekki að borga skuldir óreiðumanna. Þá stíga fjármálaráðherrar annarra landa fram á blaðamannafundum og segja: Belive or not, they are not going to pay. Og síðan koll af kolli, en það er nú líklega worst case scenario.
No comments:
Post a Comment