Wednesday, February 4, 2009
Ekki gera okkur þetta
Fólk sem vinnur við að setja lög í umboði þjóðarinnar hefur að undanförnu eytt dýrmætum tíma í að rífast um hvort ríkisstjórn sem hefur tveggja mánaða starfstíma eigi að stefna að því að ýta undir nýtt álver eða ekki (Það verið að loka álverum út um allan heim og markaðsverð í lágmarki). Þá hafa þingmenn einnig tekist á um hvort hvalveiðar séu æskilegar. Framsóknarkonan Siv Friðleifs kom fram í sjónvarpsviðtali og sagði framsóknarmenn ekki geta stutt það að veiðileyfi verði dregin til baka. Það verður bara að segjast eins og er, að íslenskir þingmenn eru margir hverjir ófókusaðir, latir og pópúlískir, miðað við þær aðstæður sem uppi eru í þjóðfélaginu. Bara það að leyfa sér að nefna eitthvað annað en bráaðgerðir fyrir heimili og fyrirtæki - til þess að reyna að eftir fremsta megni að afstýra þjóðargjaldþroti - er sönnun þess að flokksmenn eru nú farnir að taka hagsmuni sína fram yfir hagsmuni almennings, í ljósi kosninga 25. apríl. Það er eiginlega ekki hægt að segja neitt annað en: ekki gera okkur þetta. Þingmenn eiga að vinna á sólarhringsvöktum við að bjarga því sem bjargað verður. Ekki síst í ljósi þess að löggjafarvaldið gjörsamlega brást þegar kom að rótum vandans í bankakerfinu.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment