Tuesday, February 3, 2009

Skúbbið ofmetið

Merkilegt sem Thomas E. Ricks, blaðamaður Washington Post gagnvart Pentagon, segir í inngangi að endurútgáfu af Fiasco, frábærri bók hans um hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Írak. Hann segir: Þegar kemur að stórviðburðum þá er skúbbið ekki aðalatriðið. Það er heildarmyndin sem þarf að draga upp; það er follow-up ið sem öllu skiptir. Ricks segir Fiasco vera tilraun til að draga upp heildarmynd af stríðinu í Írak, sem vitaskuld er klúður, fíaskó.

Ég held að það sé mikið til í þessu hjá Ricks, sem stundum er sagður fremsti blaðamaður heims. Margfaldur Pulitzer vinningshafi. Ég held að það sé öllum ritstjórnum hollt á Íslandi að hafa þetta heilræði Ricks bak við eyrað í umfjölluninni um bankahrunið.

No comments: