Thursday, February 19, 2009

Know the rest

Ef marka má nýjustu fréttir af bankamálum í Sviss þá gæti landið verið í vondum málum. Eitt land í heiminum var - áður en Lehman Brothers féll 15. september - með stærra bankakerfi miðað við landsframleiðslu en Ísland. Það var Sviss sem í gegnum aldir hefur verið eins konar peningaskápur hinna ríku í heiminum. Bankakerfið var um tólf sinnum stærra en landsframleiðsla. Ef allt fer á versta veg þá er augljóst mál að stjórnvöld í Sviss munu þurfa að lýsa því yfir að þau ætli ekki að borga skuldir óreiðumanna. Einfaldlega vegna þess að landið hefur ekki efni á því. Svo byrjar bardaginn. You know the rest.

No comments: