Friday, February 6, 2009

Forsendur brostnar?

Staðgreiðsluverð á áli er nú 1.408 dollarar. Það fór hæst í 3.300 dollara í júlíu fyrra. Í samningum Landsvirkjunar og Alcoa vegna álvers á Reyðarfirði er miðað við að orkusalan skili 11,9 prósent arðsemi ef heimsmarkaðsverðið er 1.550 dollarar. Lögin um framkvæmdina voru meðal annars samþykkt á þeirri forsendu að kostnaðurinn við framkvæmdina yrði 96 milljarðar og arðsemin 11,9 prósent, eins og fyrr segir. Ljóst er, og hefur verið greint frá opinberlega, að heildarkostnaður við Kárahnjúkavirkjun er áætlaður 140 til 150 milljarðar. Miklu hærri en áætlað var í fyrstu.
Sanngjarnt er því að spyrja: Er forsendur fyrir áætlaðari arðsemi brostnar?

Eitt enn: Nú er talið að óseldar birgðir af áli í heiminum séu á milli tvær til þrjár milljónir tonna. Það er nær öll framleiðsla á Íslandi í tvö til þrjú ár. Fyrirtæki hafa verið að loka álverum um allan heim, þar á meðal Alcoa.

1 comment:

Andri Valur said...

Nú vantar tilfinnanlega Umræðuhornið gamla og góða. Væri áhugavert að fá hlið Á.H. á þessari stöðu sem er núna.

Mitt svar við færslunni er já að öllum líkindum. Að einhverju leyti kemur á móti hátt álverð síðustu ár.