Friday, February 13, 2009

Gáta: hver sagði?

„Þau skildu ekki að uppsveifla íslenska hagkerfisins árin 2005 og 2006 byggðist á skuldasöfnun – lán voru tekin til þess að standa í skilum með önnur lán – og nú vita þau ekki hvernig unnt sé að ná jafnvægi aftur eftir að pappírsauðurinn er horfinn. Það er ólíklegt að nýir leiðtogar sem væru valdir af handahófi í símaskrá gætu valdið jafnmiklum efnahagslegum glundroða og núverandi stjórnvöld."

Vísbending: Bankastjórar Landsbankans sendu frá sér yfirlýsingu eftir að maðurinn sem um er spurt hafði haldið erindi fyrir fullum sal í Háskólabíói, 6. maí í fyrra, og sagt að laumu-áhlaup væri hafið á íslenska bankakerfið. Bankastjórar Landsbankas sögðu hann skorta verulega á þekkingu á íslenskum bönkum.

Uppfært um hádegi: Google-svarið hennar Karenar (:)) er nákvæmast, og rétt vitaskuld. Til viðbótar, þá sagðist Aliber hafa keyrt um höfuðborgarsvæðið og talið byggingarkrana, meðan hann var hérna. Hann hefur lýst því sem hér gerðist sem mestu eignabólu sem myndast hefur í hagkerfi í mannkynssögunni.

7 comments:

Andri Valur said...

Mig minnir að þetta hafi verið Robert Wade (er þetta ekki rétt skrifað?)

Kristján Breiðfjörð said...

var það ekki richard thomas eða Robert prófesor í chicago.

var það ekki R Thomas sem þorgerður sagði að þyrfti endurmenntun þá er það þessi Robert (ekki robert wade hann er breskur) prófesor i chicago sem u ert að tala um er það ekki?

Unknown said...

Robert Z. Aliber prófessor emeritus í alþjóðahagfræði og fjármálum við Háskólann í Chicago og sérfræðingur í fjármálakreppum.

Karen

Unknown said...

Hann var víst ekki verðugur til að orðum hans væri gefin gaumur.
Nei, vitanlega var þetta áhlaup á krónuna og sjúkleg afbrýðisemi útlendinga yfir íslensku fjármálalífi, að minnsta kosti þótti nærtæktast að álykta sem svo á þeim tíma .

Unknown said...

þetta var ekkert gúgglsvar Magnús! Svei þér fyrir að halda því fram. Ég get svo bent á, algerlega án nokkurs gúggls, að vilji lesendur þessarar síðu fá að vita meira um kranatalningu Roberts þá má finna söguna í einum af pistlum Þorvalds Gylfasonar. Þar má svo vitanlega finna margt margt fleira skemmtileg, svo sem af viðskiptum vinar Þorvalds sem starfaði hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum við illmenni í Kongó og margt fleira sniðugt ekki man ég þó hvað sá maður hét og ekki fer ég að gúggla því!

Unknown said...

Hér með er Magnúsi fyrirgefið. Ég áttaði mig á að vitanlega var hann furðu lostinn yfir því að einhver læsi viðtöl í Mogganum gaumgæfilega ;)

- mh said...

hehe... Ok. Trúi því reyndar vel upp á þig að vita þetta upp á hár. kv MH