Thursday, January 8, 2009

Bjarni og Greenspan

Augljóst er að Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri FBA, Íslandsbanka og Glitnis, horfir til þess sem Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur sagt um heimskreppuna. Hann hefur einfaldlega sagt: I was wrong. Þó dregur hann alls ekki úr ábyrgð þeirra sem stýrðu útlánastofnunum. Miklu betra regluverk hefði þurft til þess að hafa eftirlit með lánastarfsemi og fleiri þáttum. Hann játar enn fremur að hugmyndafræði hans, um að frjálsræði ríki á hlutabréfamörkuðum, hafi ekki verið raunveruleikanum samkvæmt. Í sjálfu sér eru játningar hans, frammi fyrir þingnefnd með ólíkindum.

Ég hef lesið The Age of Turbulance, Adventures in a New World, sem Greenspan skrifaði og kom út um það leyti sem krísan var að dýpka í Bandaríkjunum. Öll hugmyndafræðin í bókinni, sem mér virtist framsýn og skynsamleg, er á vissan hátt horfin í hyldýpi heimskreppunnar. Það segir sitt um að dýpt hennar.

No comments: