Ég sé að Vilhjálmur Bjarnason og fleira gott fólk ætlar að reyna að kaupa Moggann. Það væri óskandi að það tækist. Held að það væri fínt fyrirkomulag ef "almenningur" ætti að minnsta kosti stóran hluta í blaðinu. Aðalatriðið er að það verði hægt að setja saman hluthafahóp sem fæli í sér hæfilega dreift eignarhald.
Mattihías Johannessen skrifar mikla grein - að því marki sem hægt er að tala um mikla grein - í Lesbókina. Þar segir að dagblöð eigi að hafa skoðanir. Um það segir hann: “...það kemur frjálsri blaðamennsku ekkert við. Hún getur dafnað vel í skjóli merkilegra hugsjóna sem skipta okkur máli. Upppoppaður samtíningur og einskis nýtur eyðileggur virðingu og áhrif dagblaða, ég tala nú ekki um þetta skolpræsalýðræði sem nú er í tízku (einkum á netinu). Eða alla segulbandsvæðinguna með sinn þunna lopa.”
Ég er sammála Matthíasi, svo lengi sem skoðanirnar eru innan ritstjórnargreina. Þær eiga beinlínis að fela í sér skoðanir. Þannig ég sé ekki að það sé eitthvað nýtt í þessu.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment