Friday, January 23, 2009

Á versta tíma?

Hrun íslenska bankakerfisins, og aðdragandi þess, er þegar orðin case-stúdía í bestu viðskiptaháskólum heims, eins og Harvard Buisness School. Það var auðvitað viðbúið enda um einstakan atburð í mannkynssögunni að ræða. Aldrei áður hefur heilt bankakerfi þjóðar hrunið til grunna á einni viku. Líklega verður ekki síður horft til þeirrar eigna-bólu sem hér myndaðist eftir að bankarnir voru einkavæddir. Hlutabréfamarkaðurinn hækkaði um 700 prósent á þremur árum og fasteignaverð meira en tvöfaldaðist. Einkavæðingunni lauk árið 2003. Rétt fyrir júnílok ársins 2003, lækkaði bandaríski seðlabankinn stýrivexti niður í eitt prósent, sem þá var lægsta vaxtastig í rúmlega hálfa öld, og hélt þeim í því horfi í eitt ár. Um þetta tímabil segir kaupsýslumaðurinn George Soros eftirfarandi í nýjustu bók sinni um fjármálakrísuna: "Cheap money engendered a housing bubble, an explesion of leveraged buyouts, and other excesses. When money is free, the rational lender will keep on lending until there is no one else to lend to."

Á sama tíma og þetta gerðist, sem sumir segja að hafi lagt grunninn að global-eignabólu, voru íslensk stjórnvöld nýbúin að selja ríkisbankanna til fjárfesta sem aldrei höfðu rekið banka. Ódýrt lánsfé streymdi svo nánast stjórnlaust inn í landið, óbeint vegna aðgerða bandaríska seðlabankans. Því sem næst vaxtalaust lánsfé flaut um Wall Street, Frankfurt og City í London, og þaðan til Íslands. Eftir á að hyggja, þá gátu íslensk stjórnvöld líklega ekki einkavætt bankanna á áhættumeiri tíma.

No comments: