Monday, January 26, 2009

Einu sinni í viku

Ég hef minnst á það hérna á síðunni að stjórnvöld verði að mynda beina upplýsingalínu til heimila og fyrirtækja. Tillaga mín var sú að forsætisráðherra myndi senda bréf á öll heimili og fyrirtæki einu sinni í viku þar sem farið væri yfir stöðu efnahagsmála og hvar áætlanir væru staddar.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið, einkum vegna þess hversu djúpstæður efnahagsvandinn er, að ávarpa þjóð sína einu sinni í viku. Í fyrsta ávarpinu, sem birtist á laugardaginn, þá sagði hann efnahagsvanda heimsins fordæmalausan og það þyrfti því að grípa til fordæmalausra aðgerða. Ég hef það stundum á tilfinningunni að Íslendingar viti ekki hvað er að gerast í heiminum. Stjórnvöld bera að hluta til ábyrgð á því.

No comments: