
Robert Peston, viðskiptaritstjóri BBC, er ósáttur við bresk stjórnvöld þessa dagana. Það er ekki von. Á síðustu vikum hefur ríkisstjórn Bretlands fært mörg hundruð milljarða yfir á skattgreiðendur til þess að freista þess að bjarga bankakerfinu í landinu. Það er alls óvíst að það takist. Bretland er með öðrum orðum í djúpum skít. Peston bloggar um málið hérna.
Peston er án efa einn besti og áhrifamesti blaðamaður heims. Fréttir hans, sérstaklega undanfarna mánuði, hafa valdið miklum titringi. Efnahagsbrotadeildinni bresku barst nýlega kæra vegna frétta Pestons um aðgerðir sem voru í undirbúningi vegna fjármálakreppunnar. Þær voru allar hárréttar og nákvæmar. Stjórnmálamenn voru æfir og fóru fram á rannsókn vegna leka.
Peston er án efa einn besti og áhrifamesti blaðamaður heims. Fréttir hans, sérstaklega undanfarna mánuði, hafa valdið miklum titringi. Efnahagsbrotadeildinni bresku barst nýlega kæra vegna frétta Pestons um aðgerðir sem voru í undirbúningi vegna fjármálakreppunnar. Þær voru allar hárréttar og nákvæmar. Stjórnmálamenn voru æfir og fóru fram á rannsókn vegna leka.
No comments:
Post a Comment