Saturday, January 3, 2009

Tímana tákn

Innkaupaferð í Bónus hjá mér í gær var tímana tákn. Ég hringdi í Freyju og skráði hjá mér lista yfir það sem var mest áríðandi. Þegar ég kom í búðina sá ég að á hinni hliðinni á innkaupalistanum var nákvæmt yfirlit yfir stöðu íslenska hagkerfisins frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Hvar annars staðar gæti þetta gerst?

No comments: