
Fáir forsetar í sögu Bandaríkjanna hafa verið undir viðlíka pressu og Barack Obama sem tekur formlega við stjórnartaumunum í landinu í næstu viku. Þar ræður auðvitað mestu að George W. Bush skilur við landið mitt í mestu efnahagslægð síðan 1929, sem á rætur í Bandaríkjunum. Hún hefur ekki enn náð botni samkvæmt mati flestra. Á vefsíðu The New York Times, sem að mínu mati er besta dagblaðavefsíða í heimi, er hægt að hlusta á marga ólíka Bandaríkjamenn tjá sig um framtíðina undir Obama. Í flestum tilfellum eru þetta glæstar vonir. Ég held að veruleikinn verði sá, að Bandaríkin verða í mikilli vörn á næstu þremur árum. Síðan mun auðvitað myndast ný eignabóla, eins og alltaf þegar kemur að hagstjórn í Bandaríkjunum. Hlutabréfamarkaðurinn mun ná sér á strik að nýju. Nýja bólan verður vafalítið tengd umhverfisvænum orkuiðnaði, sem Obama veðjar á sem framtíðariðnað í Bandaríkjunum. Bara það eitt og sér er nægilega traustur grunnur fyrir myndun eignabólu. Þó núll prósent stýrivextir Seðlabanka Bandaríkjanna muni þó líklega hafa mest áhrif horft til lengri tíma. Það þýðir að lánsfé kostar lítið sem ekkert. Þó það séu fyrst og fremst viðbrögð við alheimskreppunni, þá hlýtur einhver að græða á því og jafnvel misnota þá aðstöðu. Læt hér fylgja með frábæra feature-ljósmynd frá Vanity Fair af Obama.
1 comment:
helvíti...vonandi getur ekki vont versnað sem væri agalega slæmt í þessu tilviki...tæknilega á það ekki að geta versnað...krossa fingur helst alla.
Post a Comment