Friday, January 16, 2009

Vopnfirskur olíugróði


Það yrði nú dásamlegt, ef olíugróðinn yrði sjáanlegastur á Vopnafirði og nágrenni. Stórkostlega fallegur staður Vopnafjörður. Útsýnið af kletti, þar sem afi og amma bjuggu og Signý frænka mín og Höskuldur maður hennar búa núna, er dásamlegt. Þaðan sést vel fegurð fjarðarins. Stundum sést líka lítið sem ekkert. Það er, þegar austfjarðarþokan kemur í heimsókn. Hún á það til að stoppa í dálitla stund.

1 comment:

rolli said...

Stórkostlega fallegur staður - sammála. Svo er alveg kominn tími til að maður geti sett í CV ið sitt að maður þekki olíufursta.