
Fyrir nokkrum dögum hóf ég að spila verðbréfaleikinn http://www.updown.com/ ásamt viðskiptadeild Morgunblaðsins. Fyrir þá sem ekki til þekkja þá er þetta frábær verðbréfaleikur sem tekur nákvæmlega mið af hlutabréfamarkaðnum bandaríska. Allt er innifalið. Þóknanagreiðslur, skortsölur og þess háttar. Hver leikmaður byrjar með eina milljón dollara og fer svo út á markaðinn. Ekki má eyða meira en 20 prósent af heildarupphæðinni í hvert félag á markaðnum. Eins og er tróni ég á toppnum með 4,8 prósenta ávöxtun eignasafnsins á tveimur viðskiptadögum. Það getur auðvitað allt gufað upp á einum degi. Tala nú ekki um í þessari hrikalegu heimskreppu sem nú er. Spilun leiksins er fín leið til þess að fylgjast með gangi efnahagsmála. Eignasafnið mitt, sem tekur auðvitað reglulegum breytingum, er eftirfarandi eins og er:
Burger King (Kreppumatur. Nú flykkist fólkið í ódýra borgara um allan heim) 208.000 dollarar
First Solar (Búið að hrynja niður með hrávörunni, en kemur vonandi upp aftur) 203.000 dollarar
Google (Fólk eyðir tímanum á netinu í kreppunni og googl-ar sem aldrei fyrr) 206.000 dollarar.
Starbucks (Fólk drekkur kaffi í kreppunni. Starbucks hlýtur að græða í þessu) 208.000 dollarar
Urban Outfitters (Ódýr föt fyrir ungt fólk seljast betur en dýr föt í kreppunni) 216.000 dollarar
Samtals: $1,047,557.76. Á tveimur viðskiptadögum hefur mér því tekist að búa til rúmlega 6 milljónir króna, miðað við núverandi gengi. Bara ef þetta væri nú raunverulegt...
No comments:
Post a Comment