
Í Bandaríkjunum er herinn eins og félagslega kerfið. Sósíallinn á Norðulöndum. Í kreppum fjölgar gríðarlega í hernum. Það er að gerast núna, samkvæmt The New York Times í dag. Svipað gerðist þegar hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum féll um 80 prósent á tímabilinu 2000 til 2002. Bush-stjórnin leit á það sem skyldu sína að útvega fólkinu krefjandi verkefni, ef svo má segja. Stríðin í Mið-Austurlöndum hófust, sem reyndist síðan vera eins og að henda eldspýtu í púðurtunnu. Það var auðvitað fyrirséð. Vonandi fer Obama ekki sömu leið. Það er að líta á það sem hlutverk sitt að útvega hernum óskaplega spennandi krefjandi verkefni.
No comments:
Post a Comment