Saturday, January 10, 2009

Tíu lög út í nóttina

Topp tíu listi yfir lög sem gott er að blasta, sem síðasta lag áður en stigið er inn í leigubílinn og niður í bæ. Lögin eru ólík, alveg eins og tilefnin fyrir dagamuninum geta verið. Nett svona "liðin-tíð" bragur á þessu þar sem ég fer sjaldan, eða næstum aldrei, í bæinn nú orðið. Sem er bara fínt.

1. Them Bones - Alice in Chains. Staley. Dauður. En var svooo rosalegur í þessu lagi. - Hér sakar ekki að vera með menn í kringum sig sem segja reglulega: "Djöfull er Staley rosalegur..."

2. Across the Sea - Weezer. Smellur. Pinkerton með Weezer, þar sem þetta lag er að finna, er meistaraverk. - Góð trygging fyrir góðu upphafi á bæjarferðinni. Á leiðinni niður í bæ er fínt að taka djúpt samtal um það hversu vanmetinn trommarinn í Weezer er.

3. Seek and destroy - Metallica. Kill em all. Stórkostlegt meistarastykki. Ekki orð um það meir. - Hér er mikilvægt að vera með landsbyggðarstæla, það er að segja, ef ræturnar liggja þar. Dæmigerður góður landsbyggðarslagari. Hrátt, þungt og skilyrðislaust.

4. Present Tense - Pearl Jam. Besta lag Pearl Jam, finnst mér. Hvorki meira né minna. - Þetta má blasta vel. Svo má þagga niður í öllum svívirðilegum Creed aðdáendum sem eiga það til að stíga fram þegar Pearl Jam er sett á fóninn. With arms wide open my ass. Þetta er stórkostlegt lag af meistarastykkinu No Code.

5. Cherub Rock - Smashing Pumpkins. Hrikalegur slagari. Corgan líka vanmetinn sem gítarleikari. Gríðarlegt groove í hans spilamennsku. - Sá sem mótmælir þessu má vera úti. Þetta er svona lag sem enginn á að mótmæla. Ekkert umdeilt við þessa snilld. Þó Corgan eigi reyndar sína óvini. Hvernig sem á því stendur.

6. Idioteque - Radiohead. Gríðarlegt grúv í þessu lagi. - Mikilvægt að minna menn á það, að þetta lag sé geðveikt á tónleikum, ef maður hefur séð það. Bara svona fylleríisröfl. Detta í smá upprifjunar-gír. Alveg nauðsynlegt. En það er reyndar þannig, að þetta lag er eiginlega óeðlilega flott á tónleikum.

7. Pinball Wizard - Pete Townshend. Townshend. Snillingur. - Mjög líklegt að einhver kvarti yfir þessu lagavali í fyrstu, en svo þegar menn fatta hvað meistari Pete er mikill snillingur þá hættir það. Það er þessi virði að taka tíu rifrildi. Jafnvel bara taka þau alltaf.

8. Jack-ass - Beck. Frábært lag. - Ég hugsa að það röfli enginn yfir þessu. Bara gott grúv. Þetta er svona frekar óumdeilt. Ef einhver fílar þetta ekki neitt stórkostlega, þá fer hann bara út eða á klósettið.

9. Refuse resist - Sepultura. We are Sepultura from Brazil, un, dos, des, quatro. Stórkostlegt. - Eins og með Seek and destroy, þá er þetta lag sem er keyrt í góðum útvöldum hópi. Líklega er meirihlutinn samsettur af skilyrðislausum landsbyggðarmönnum. Ekkert svona vinnustaða-thing sem sagt.

10. Slide away - Oasis. Hrikalegur smellur frá Gallagher bræðrum. - Gott að hækka vel í þessu, jafnvel þannig að svona tveir, þrír óski eftir því að það verði lækkað. Svo er það náttúrulega svona nánast skotheld regla, eftir á, að maður á aldrei að yfirgefa partýin. Ef þau eru góð.

4 comments:

thorahallgrims said...

Tónlistarbloggin þín minna mig alltaf á það þegar bræður þínir voru að reikna það út hversu ævintýralega fáránlegt það væri fyrir þig námsmanninn að taka þér frí úr vinnu yfir sumarið til þess eins að eyða stórum hluta sumarhýrunnar í að fara á Hróarskeldu (eða Woodstock eins og pabbi kallar það ennþá). Mikið djöfull er ég hins vegar sátt við að þú fórst ekki að þeim efnahagsráðum ...

- mh said...

Sumt verður ekki metið til fjár, segir einhvers staðar. Meðal annars það að taka ekki frí á sumrin til að fara að gera eitthvað að viti. kv MH

rolli said...

Peninga er hreinlega ekki hægt að hengja á allt. Andleg vellíðan (þótt sumum finnist það óskiljanlegt) er ekki alltaf tengd peningum - ættum að vera búin að átta okkur á því.

það hefði verið svo ævintýralega fáránlegt að sitja heima og vinna þessa 2 - 4 vinnudaga

rölli

rolli said...

að því ógleymdu hvað NO CODE er vanmetin plata.....algjörlega falið meistarastykki.